09.02.2018
Elsta árgangi í leikskóla (2012) á Akranesi og Hvalfjarðarsveit var boðið í heimsókn á slökkvistöðina í dag.Þráinn slökkvistjóri tók á móti börnunum og sagði þeim frá 112 deginum sem er á sunnudaginn og svo var horft á nýja mynd með Gló og Loga.
Lesa meira
08.02.2018
Þessa vikuna dvelja allir tíu nemendur 7.bekkjar ásamt Einari kennara í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði.Þangað var haldið með rútu um kl.9:30 á mánudagsmorgun en nemendahópur frá Klébergsskóla var samferða norður yfir heiðina.
Lesa meira
07.02.2018
Í gær 6.febrúar fögnuðum við Degi leikskólans.Í tilefni dagsins höfðum við deildarugl, en þá er opið á milli deilda og frjáls leikur flæðir um leikskólans óháð aldri eða deild.
Lesa meira
01.02.2018
Á þriðjudaginn hófst skóladagurinn á morgunsöng við varðeld í myrkri, snjó og kulda.Sungin voru nokkur lög við gítarundirspil og að söng loknum gæddum við okkur á heitum súkkulaðidrykk.
Lesa meira
01.02.2018
Birgitta Guðnadóttir, starfsmaður Heiðarskóla til nær 27 ára, hætti störfum nú um mánaðamótin.Af því tilefni afhentu nemendur skólans Birgittu kveðjukort í vikunni.
Lesa meira
01.02.2018
Þorrablót Heiðarskóla var haldið í dag.Skemmtun var haldin í matsal skólans þar sem við sungum og fórum í leiki.Eftir skemmtun gæddu nemendur og starfsmenn sér á gómsætum Þorramat.
Lesa meira
19.01.2018
Til hamingju með daginn kæru bændur landsins.
Við í leikskólanum Skýjaborg tókum vel á móti þorranum.Í morgun á milli 8:30 og 10:00 buðum við öllum karlmönnum í lífi barnanna velkomna í morgunkaffi til okkar.
Lesa meira
12.01.2018
Í gær brutum við upp hversdaginn og höfðum dótadag, þar sem börnin máttu koma með dót að heiman.Reglulega er starfsfólk spurt um dótadag og reynum við að vera við þeirri ósk einu sinni á ári.
Lesa meira
08.01.2018
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir lausar stöður leikskólakennara / leiðbeinenda og við ræstingu
Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar varð til við sameiningu leikskólans Skýjaborgar og grunnskólans Heiðarskóla árið 2011.
Lesa meira
22.12.2017
Við óskum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á nýju ári.
Við þökkum samstarfið og samverustundir á árinu sem er að líða.
Jólakveðja
Starfsfólk Skýjaborgar .
Lesa meira