Fréttir

Sveitaferð að Bjarteyjarsandi

Mánudaginn 22.maí fóru börn 3 ára og eldri ásamt starfsfólki í sveitaferð að Bjarteyjarsandi.Vel var tekið á móti okkur, fengum við að sjá kindurnar, lömbin, geitur, grísi, kanínur og hænuunga.
Lesa meira

Survivor 2017

Í dag fór skólastarfið fram í Álfholtsskógi á svokölluðum survivordegi.Nemendum skólans var skipt í 8 aldursblandaða hópa.Hver hópur valdi sér nafn; Lóan, Sveppirnir 17, Álfurinn Jónas, Maríubjöllur, Hrafnarnir og Sniglarnir.
Lesa meira

Heimboð að Leirárgörðum

Nemendum okkar í 3.og 4.bekk var á dögunum boðið að koma í heimsókn að Leirárgörðum.Börnin hjóluðu í dag frá skólanum að Leirárgörðum, þar kíktu þau í fjárhúsin, fengu að skoða lömbin og jafnvel halda á þeim og þiggja veitingar gestgjafanna.
Lesa meira

Skólapeysur og góða veðrið

Í vetur bauð Nemendaráð skólans foreldrum að kaupa skólapeysur með nafni barns og nafni skólans.Mikill áhugi var fyrir peysukaupunum og voru keyptar yfir 100 peysur.Það voru ánægð og þakklát börn sem tóku við peysunum sínum fyrir stuttu.
Lesa meira

Útskrift 2011 árgangs

Í dag útskrifuðum við 10 flotta krakka úr leikskólanum Skýjaborg sem munu öll hefja grunnskólagöngu í haust í Heiðarskóla.Útskriftarhópurinn söng tvö lög og fóru með þulu.
Lesa meira

Náms- og skemmtiferð til Bretlands

Nemendur okkar í 9.og 10.bekk eru nú í náms- og skemmtiferð í Bretlandi, hópurinn fór af landi brott aðfaranótt mánudags og er væntanlegur aftur til landsins á föstudagskvöldið.
Lesa meira

Hópmynd frá Bretlandi

Hópurinn okkar sem staddur er í Bretlandi sendi okkur þessa mynd sem tekin var í skóginum í dag.Dagurinn var frábær, krakkarnir byggðu skýli, kveiktu eld og elduðu hádegismatinn.
Lesa meira

Vorsýning

Föstudaginn 12.maí kl.9:30 munum við opna hina árlega Vorsýningu Skýjaborgar í Stjórnsýsluhúsinu.Allir eru velkomnir á opnunina.  Sýningin mun standa opin í þrjár vikur eða til föstudagsins 2.
Lesa meira

Sameiginlegur umhverfisfundur leik- og grunnskóla

Á föstudaginn héldu börnin í elsta árgangi Skýjaborgar og yngstu börnin í Umhverfisnefnd Heiðarskóla sameiginlegan fund.Börnin ræddu um mikilvæg verkefni í umhverfisnefndinni, þau vilja fara vel með náttúruna og passa upp á að flokka ruslið.
Lesa meira

Skraddaralýs með gjöf

Skraddaralýs, bútasaumsklúbbur í sveitinni, færði leikskólanum í gær 16 bútasaumsteppi ásamt nokkrum koddastykkjum að gjöf.Með gjöf sinni vilja þær sína Hvalfjarðarsveit þakklæti sitt  að fá afnot af félagsheimilinu Fannahlíð endurgjaldslaust.
Lesa meira