02.03.2017
Það var mikið um að vera í Heiðarskóla í gær.Börnin mættu í búningum og furðufötum, gengu um skólann og sungu fyrir nammi.Yngsta stigið fór á öskudagsball þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni.
Lesa meira
01.03.2017
Gleði og fjör er búið að einkenna daginn í dag.Börn og starfsfólk mætti í búningum eða náttfötum.Við héldum öskudagsball þar sem var dansað og hoppað á fullu.Því næst var kötturinn sleginn úr tunnunni og þar var einnig fullt af poppi sem allir gæddu sér á yfir teiknimynd og/eða leik.
Lesa meira
27.02.2017
Það var gaman að mæta í skólann í morgun og sjá allt á kafi í snjó.Snjórinn var þó aðeins að stríða okkur í skólaakstrinum.Víða var þungfært og erfitt fyrir skólabílana að komast leiðar sinnar.
Lesa meira
19.02.2017
Símaverkefnið okkar hefur gengið vel eins og sjá má á mynd sem fylgir fréttinni.Þó nokkuð margir símar hafa safnast sem annars hefðu legið heima engum til gagns.Í gömlum símum eru verðmæt efni sem má endurvinna og nýta í framleiðslu á nýjum símum.
Lesa meira
19.02.2017
Minnum á að mánudaginn 20.febrúar og þriðjudaginn 21.febrúar er vetrarfrí í Heiðarskóla.Vonum að börn og starfsfólk eigi gott og notalegt vetrarfrí og mæti úthvíld og endurnærð í skólann miðvikudaginn 22.
Lesa meira
17.02.2017
Við áttum góða stund í morgun þegar konur í lífi barnanna fjölmenntu í leikskólann í morgunkaffi.Takk kærlega fyrir komuna kæru mömmur, ömmur og frænkur.Eigið góða helgi.
Lesa meira
17.02.2017
Leikskólakennari óskast
Vegna aukins barnafjölda vantar leikskólakennara til starfa í leikskólann Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit.Um tímabundna ráðningu er að ræða þ.
Lesa meira
14.02.2017
Á mánudaginn í síðustu viku, þann 6.febrúar, héldum við upp á Dag leikskólans.Við skelltum okkur öll saman út, drógum íslenska fánan á hún og fórum í göngutúr um hverfið.
Lesa meira
25.01.2017
Þessa viku eru nemendur 7.bekkjar staddir í Reykjaskóla í Hrútafirði ásamt Einari kennara sínum.Þar munu þau fást við ýmiskonar leiki og störf ásamt krökkum úr Borgarnesi, Dölunum, Laugargerði, Klébergsskóla og Breiðholtsskóla.
Lesa meira
20.01.2017
Í dag er bóndadagur og höfum við myndað okkur skemmtilega hefð að bjóða öllum körlum í lífi barnanna í karlakaffi.Við áttum góðan morgun saman með kaffibolla og brauðsneið í hönd.
Lesa meira