Fréttir

Dagur leikskólans 2017

Á mánudaginn í síðustu viku, þann 6.febrúar, héldum við upp á Dag leikskólans.Við skelltum okkur öll saman út, drógum íslenska fánan á hún og fórum í göngutúr um hverfið.
Lesa meira

Nemendur 7. bekkjar í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði

Þessa viku eru nemendur 7.bekkjar staddir í Reykjaskóla í Hrútafirði ásamt Einari kennara sínum.Þar munu þau fást við ýmiskonar leiki og störf ásamt krökkum úr Borgarnesi, Dölunum, Laugargerði, Klébergsskóla og Breiðholtsskóla.
Lesa meira

Þorrinn byrjaður

Í dag er bóndadagur og höfum við myndað okkur skemmtilega hefð að bjóða öllum körlum í lífi barnanna í karlakaffi.Við áttum góðan morgun saman með kaffibolla og brauðsneið í hönd.
Lesa meira

Bókablogg Heiðarskóla

Við í Heiðarskóla ætlum að fara að blogga um bækur og erum reyndar byrjuð þar sem einn nemandi í 10.bekk er búinn að setja inn fyrstu færsluna.Í sameiningu ætlum við að fjalla um bækur og bókmenntir frá ýmsum hliðum.
Lesa meira

Gæðastund við varðeld í morgunsárið

Í morgun var sannkölluð gæðastund við varðeld í Heiðarskóla.Brynja Dís, Kolbeinn og Unndís lásu fyrir okkur sögur.Við sungum saman lagið "Kvekjum eld" og yljuðum okkur á heitum súkkulaðidrykk.
Lesa meira

Fjör í tilraunatíma á yngsta stigi

Í dag voru nemendur á yngsta stigi að fræðast um þrýstiloft í tilraunatíma.Þeir notuðu samskonar afl og þrýstiloft myndar til að láta blöðru fljúga eftir streng í kennslustofunni.
Lesa meira

Dótadagur

Á fimmtudaginn var buðum við upp á innidótadag.En börn á Regnboganum höfðu óskað eftir dótadegi á haustmánuðum við skólastjóra og auðvitað reynum við að uppfylla óskir barnanna.
Lesa meira

Skólstarfið í upphafi árs

Skólastarfið fer vel af stað á nýju ár.Eitthvað er um veikindi þessa dagana og töluvert margir nemendur í leyfi í upphafi árs.Í dag eru t.d.mættir 79 af 92 nemendum skólans.
Lesa meira

Ritari skólans lætur af störfum

Kolbrún Sigurðardóttir, ritari skólans, hætti störfum við skólannn frá og með áramótum.Við þökkum Kolbrúnu fyrir vel unnin störf til margra ára og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Lesa meira

Skólastarf hefst á nýju ári samkvæmt stundaskrá í Heiðarskóla

Skólastarf hefst á morgun, fimmtudaginn 5.janúar, samkvæmt stundaskrá og þar með hefst hefðbundinn skólaakstur.Starfsfólk skólans nýtti daginn í dag í að undirbúa komu barnanna.
Lesa meira