Fréttir

Umhverfisþema í Heiðarskóla

Í þessari viku stendur yfir umhverfisþema í Heiðarskóla.Umhverfisnefnd skólans, sem skipuð er einum fulltrúa úr hverjum bekk, valdi að taka fyrir NEYSLU að þessu sinni.
Lesa meira

Dýraþema á yngsta stigi

Í október unnu börnin í 1.- 4.bekk þemaverkefni um dýr.Föstudaginn 28.október héldu börnin kynningu á afrakstri vinnunnar.Börnin í 1.og 2.bekk sögðu frá húsdýrunum, sýndu dýrið sitt sem þau höfðu skapað úr trölladeigi og fóru með vísur eftir Hákon Aðalsteinsson.
Lesa meira

1/2 starfsdagur

Vakin er athygli á því að á morgun föstudaginn 14.október er hálfur starfsdagur í Skýjaborg.Þá þarf að vera búið að sækja börnin fyrir kl.12:00. .
Lesa meira

Hetjur í rokinu og rigningunni

Þrátt fyrir rok og rigningu skelltu allir sér í viðeigandi útiföt og hlupu út og fundu sér eitthvað skemmtilegt að gera líkt og alla aðra daga.Yngri deildin hélt sér á bakvið hús þar sem meira skjól er fyrir litlar og valtar fætur.
Lesa meira

Vetrarfrí og starfsdagar 12., 13. og 14. október nk.

Minnum á vetrarfrí og starfsdaga  í Heiðarskóla 12., 13.og 14.október nk.  Með von um að allir njóti þessara frídaga vel og mæti endurnærðir aftur í skólann mánudaginn 17.
Lesa meira

Skólatónleikar Tónlistarskólans á Akranesi

Tónlistarskólinn á Akranesi hélt skólatónleika í Heiðarskóla í dag.Heiðarskólanemendur í tónlistarnámi spiluðu og efnisvalið var fjölbreytt og skemmtilegt.Í lok tónleikanna sungu tónleikagestir og nemendur Tónlistarskólans spiluðu undir.
Lesa meira

Bleikur dagur

Í dag var bleikur dagur í Heiðarskóla og margir völdu að klæðast bleiku í tilefni dagsins.Það var einnig dótadagur á yngsta stigi og mikil gleði og spenna í loftinu enda vetrarfrí skólans handan við hornið.
Lesa meira

Fyrsti skólasamstarfsdagurinn

Í gær var fyrsti skólasamstarfsdagur vetrarins, elsti árgangur Skýjaborgar kom í Heiðarskóla.Börnin byrjuðu daginn með hreyfistund í íþróttasalnum.Eftir það skoðuðu þau skólalóðina.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Á miðvikudaginn tóku nemendur og starfsmenn skólans þátt í norræna skólahlaupinu.Veðrið lék við okkur og sveitin skartaði sínu fegursta.Með norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til að stunda útiveru, hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Lesa meira

Tilraunir í læknum

Í gær fór yngsta stigið út í tilraunatímanum í blíðskapa veðri.Þau könnuðu hitastigið í læknum með mæli, ofarlega, neðarlega, fyrir miðju, í sól og í skugga.
Lesa meira