25.11.2016
Við í Skýjaborg gerðum okkur glaðan dag í dag og höfðum náttfatadag og leyfðum böngsum að heimsækja leikskólann.Við höfðum stórskemmtilegt ball eftir morgunverðinn þar sem dansað var og sungið og auðvitað fengu bangsarnir að vera með.
Lesa meira
22.11.2016
Í dag fóru börnin í 3.bekk ásamt kennara til Akraness og skoðuðu bæði slökkvistöðina og byggðasafnið.
Vel var tekið á móti hópnum á slökkvistöðinni.Slökkviliðsmenn fræddu börnin um brunavarnir á heimilinu og sýndu þeim hvernig reykkafari ber sig að.
Lesa meira
18.11.2016
Í dag kom Gerður Kristný Guðjónsdóttir, rithöfundur, í heimsókn í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.Gerður las upp úr verkum sýnum fyrir börnin sem hlustuðu af athygli.
Lesa meira
18.11.2016
Börnin í 1.bekk skrifuðu nemendum í 10.bekk bréf á Degi íslenskrar tungu og buðu þeim í heimsókn í heimastofuna sína.Í vikunni varð af heimsókninni, allir sögðu nafn sitt og umræður fóru fram um aldur og hvenær unglingar lærðu að lesa.
Lesa meira
16.11.2016
Við fögnuðum degi íslenskrar tungu með því að syngja saman Að gæta hennar gildi hér og nú (Á íslensku má alltaf finna svar) og lærðum þuluna Buxur, vesti, brók og skór.
Lesa meira
11.11.2016
Í dag er rafmagnslaus dagur hjá okkur.Við tengjum þennan dag við grænfánaverkefnið, en með rafmagnslausum degi viljum við vekja athygli á orkunotkun og hvernig við getum sparað þessa auðlind.
Lesa meira
11.11.2016
Í gær fengum við góða gesti í heimsókn á vegum List fyrir alla.Þeir sýndu Stafhópi úr Skýjaborg og börnunum í 1.- 4.bekk óperuna Baldursbrá eftir þá Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson.
Lesa meira
09.11.2016
Í gærkvöldi gaf Kvenfélagið Lilja Heiðarborg hjartastuðtæki ásamt veggskáp og blástursmaska.Þar sem mínútur skipta máli við endurlífgun þarf ekki að tíunda hverstu þakklát við erum fyrir þetta mikilvæga öryggistæki í íþróttamiðstöðina okkar í sveitinni.
Lesa meira
08.11.2016
Heiðarskóli tekur nú í annað sinn þátt í verkefninu "Jól í skókassa".Markmið verkefnisins er að fá börn og fullorðna til að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika.
Lesa meira
06.11.2016
Við þökkum öllum þeim sem sáu sér fært að kíkja til okkar s.l.föstudag og skoða afrakstur þemavinnunnar um neyslu.Neysla er vandamál i heiminum í dag, við erum að nota of mikið af auðlindum jarðar til að framleiða vörur sem einungis hluti jarðarbúa er að nýta og þarf kannski ekki nauðsynlega á að halda.
Lesa meira