Fréttir

Munum eftir smáfuglunum

Í morgun bjuggum við til fuglafóður handa smáfuglunum sem heimsækja okkur hér á leikskólalóðina.Við höfum undanfarna daga safnað brauð- og kexafgöngum, fræjum og eplabitum sem við hrærðum saman við tólg.
Lesa meira

7. bekkur í skólabúðum á Reykjum

Þessa vikuna dvelja nemendur okkar í 7.bekk í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði ásamt jafnöldrum sínum víðsvegar að á landinu.Mikil spenna og tilhlökkun var fyrir ferðinni og eftir því sem okkur skilst hefur engin orði fyrir vonbrigðum.
Lesa meira

Kallakaffi / bóndadagur 2016

Í dag buðu börnin öllum pöbbum, öfum, frændum og/eða bræðrum í morgunkaffi í tilefni bóndadagsins.Við þökkum þeim fjölmörgu sem kíktu við hjá okkur.Myndir eru komnar á myndasíðu.
Lesa meira

,,Hann á afmæli hann Bangsímon"

Í dag fögnum við því að Bangsímon vinur okkar á afmæli.Við héldum veislu honum, og öðrum afmælisbörnum mánaðarins til heiðurs.Við bökuðum köku, blésum í blöðrur og sungum saman í tilefni dagsins.
Lesa meira

Sögustund við varðeld í morgunsárið

Það er orðinn fastur liður í skólastarfinu að vera með sögustund við varðeld í janúar í vetrarmyrkrinu.Snemma í morgun kveiktum við varðeld í útinámsskeifunni okkar sem staðsett er við gamla fótboltavöllinn.
Lesa meira

Heimilisfræði - Master Chef keppni í unglingadeild

Í dag héldum við Master Chef keppni í heimilisfræðivali í unglingadeild.Þemað var fiskur og máttu nemendur velja sér 5-6 hráefni til að vinna með auk fisks, olíu/smjörs og meðlætis.
Lesa meira

Grænfánaverkefni

Síðast liðinn föstudag var samverustund í matsalnum þar sem allir nemendur skólans unnu grænfánaverkefni.Pælingin var að semja hvatningarorð og/eða teikna mynd sem hvetur fólk til að draga úr plastpokanotkun og nýta fjölnota poka í innkaupum.
Lesa meira

Jólakveðja frá Skýjaborg

Við óskum öllum velunnurum leikskólans gleðilegra jóla og þökkum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða.Við minnum á að leikskólinn er lokaður vegna starfsdags mánudaginn 4.
Lesa meira

Jólaskreytingar

Í Heiðarskóla er hefð fyrir því að skreyta í kringum sig í desember.Nemendur og starfsmenn gera „póstkassa“ og  senda hver öðrum jólakort.Bekkirnir gera líka sína hurðarskreytingu.
Lesa meira

Litlu jólin í Heiðarskóla

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Heiðarskóla í dag með jólaballi, jólasveinum, stofujólum og hátíðarmat.Á boðstólnum var hangikjöt með tilheyrandi meðlæti og jólaöli.
Lesa meira