Fréttir

Vorskóladagar í Heiðarskóla

Dagana 10., 11.og 12.maí eru börn fædd árið 2010 í skólaaðlögun í svokölluðum vorskóla.Þessa daga er 10.bekkur einnig í starfsnámi.Sú nýbreytni var tekin upp þetta skólaárið að hækka alla nemendur um bekk á vorskóladögum.
Lesa meira

50 ára afmælisfagnaður Heiðarskóla

Í tilefni af 50 ára afmæli Heiðarskóla verður opið hús í skólanum á morgun, laugardag, frá klukkan 16:00 - 18:00.Erindi, tónlistaratriði, upplestur og kaffiveitingar.Allir hjartanlega velkomnir.
Lesa meira

Vorsýning Skýjaborgar í Stjórnsýsluhúsinu

Í morgun var Vorsýning Skýjaborgar opnuð í Stjórnsýsluhúsinu.Á sýningunni má sjá hluta af listaverkum barnanna sem þau hafa unnið að á þessari önn.Endilega gerið ykkur ferð og fáið nasasjón af okkar skemmtilega leikskólastarfi.
Lesa meira

Tónleikar

Í myndaalbúm skólans eru komnar myndir frá nemendatónleikum Tónlistarskólans á Akranesi sem haldnir voru í Heiðarskóla í dag.Starfsfólk og nemendur Heiðarskóla þakka kærlega fyrir vel heppnaða tónleika.
Lesa meira

Skóladagatal Heiðarskóla

Skóladagatal Heiðarskóla fyrir skólaárið 2016 - 2017 hefur nú verið samþykkt.Finna má skóladagatalið á pdf formi með því að velja Heiðarskóli - Skólastarfið - Skóladagatal.
Lesa meira

Tónleikar í Heiðarskóla

Tónlistarskólinn á Akranesi verður með nemendatónleika í Heiðarskóla föstudaginn 29.apríl klukkan 13:00.Nokkrir Heiðarskólanemendur sem stunda tónlistarnám í Tónlistarskólanum á Akranesi spila á hljóðfæri.
Lesa meira

Dagur umhverfisins

Dagur umhverfisins var í gær.Við reynum alla daga að leggja áherslu á umhverfismennt í leikskólanum.En við nýttum daginn sérstaklega til að tína rusl.Eldri deildin fór í göngu um hverfið með það fyrir augum að tína rusl og gera umhverfið okkar hreinna.
Lesa meira

Dagur umhverfisins

Degi umhverfisins voru gerð góð skil í Heiðarskóla í blíðskaparveðri í gær.Dagurinn hófst á ráðstefnu þar sem Tómas Knútsen sagði okkur frá starfsemi Bláa hersins og Jónína Hólmfríður Pálsdóttir sagði okkur frá lífríki Grunnafjarðar og Ramsarsamþykktinni.
Lesa meira

Dagur umhverfisins

Mánudaginn 25.apríl n.k.er Dagur umhverfisins.Eins og undanfarin ár verður umhverfisráðstefna í skólanum og að þessu sinni verður hún tileinkuð fjörum.Ráðstefnan hefst klukkan 8:20 og reikna má með að henni verði lokið klukkan 9:20.
Lesa meira

Stóra upplestrarhátíðin í Auðarskóla

Í gær, fimmtudaginn 14.apríl, var lokahátíð Stóru upplestrarkeppni 7.bekkjar haldin í Leifsbúð í Búðardal.Þrír nemendur, Unndís Ida, Guðrún og Helga María, fóru frá Heiðarskóla ásamt Einari kennara en þær Unndís og Guðrún tóku þátt í keppninni ásamt 7 öðrum nemendum úr samstarfsskólunum.
Lesa meira