Fréttir

Jólakveðja frá Skýjaborg

Við óskum öllum velunnurum leikskólans gleðilegra jóla og þökkum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða.Við minnum á að leikskólinn er lokaður vegna starfsdags mánudaginn 4.
Lesa meira

Jólaskreytingar

Í Heiðarskóla er hefð fyrir því að skreyta í kringum sig í desember.Nemendur og starfsmenn gera „póstkassa“ og  senda hver öðrum jólakort.Bekkirnir gera líka sína hurðarskreytingu.
Lesa meira

Litlu jólin í Heiðarskóla

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Heiðarskóla í dag með jólaballi, jólasveinum, stofujólum og hátíðarmat.Á boðstólnum var hangikjöt með tilheyrandi meðlæti og jólaöli.
Lesa meira

Jólakveðja frá starfsfólki Heiðarskóla

Starfsmenn Heiðarskóla óska öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.Við þökkum jafnframt samstarfið á liðnu ári.Skólahald hefst aftur á nýju ári þriðjudaginn 5.
Lesa meira

Litlu jólin

Litlu jólin verða í Heiðarskóla föstudaginn 18.desember. Dagurinn er styttri í báða enda.Nemendur mæta í skólann klukkan 10:20 og heimkeyrsla er klukkan 13:20.Skólabílarnir verða því tveimur tímum seinna á ferðinni í morgunakstrinum og einum tíma fyrr á ferðinni í heimkeyrslu.
Lesa meira

Eldvarnir í desember

Sú hefð hefur skapast að nemendur okkar í 3.bekk fara í heimsókn á Slökkvistöðina á Akranesi og fá þar fræðslu um brunavarnir í tengslum við svokallaða eldvarnarviku í desember ár hvert.
Lesa meira

Jólamyndir

Skessuhorn hefur í ellefur ár staðið fyrir samkeppni meðal grunnskólabarna á Vesturlandi í gerð jólamynda og jólasagna.Þeir nemendur Heiðarskóla sem vildu tóku þátt þetta árið.
Lesa meira

Jólastemning í Heiðarskóla

Mikil jólastemning er í skólanum í dag.Krakkarnir á yngsta stigi mættu með jólasmákökur og jólahúfur.Miðstigið var með jólamorgunstund fyrir foreldra í fyrsta tíma þar sem boðið var upp á kaffi og smákökur á meðan krakkarnir sýndu myndbönd, sögðu brandara, lásu sögu og sýndu töfrabrögð.
Lesa meira

Jólatréð sótt í Álfholtsskóg

Í gær fóru nemendur okkar í 10.bekk í Álfholtsskóg og völdu jólatré fyrir skólann.Veðrið gat ekki verið betra fyrir verkefnið, frost og hægur vindur.Nemendur þrömmuðu í snjónum um skóginn þar til þeir fundu hið eina rétta tré.
Lesa meira

Alþjóðlegt forritunarverkefni á miðstigi

Það vakti gríðarlega lukku verkefnið sem nemendur á miðstigi fóru í eftir hádegi í gær.Krakkarnir tóku þátt í alþjóðlegu verkefni sem kallast Hour of code sem hátt í 200 milljónir einstaklinga hafa nú þegar prófað í heiminum.
Lesa meira