08.09.2015
Í dag er Dagur læsis og af því tilefni hófum við skóladaginn á sameiginlegum yndislestri í matsal skólans.Börn og starfsmenn mættu með góða bók og lásu sér til ánægju og yndisauka í hljóði.
Lesa meira
08.09.2015
Börnin í 1.bekk horfðu hugfangin á skilaverkefni úr áhugasviðssmiðju í unglingadeild. Í áhugsviðssmiðju velja nemendur í unglingadeild hvað þeir vilja læra.Þeir velja viðfangsefni, setja sér markmið og gera vinnuáætlun um efnistök og skil.
Lesa meira
03.09.2015
Vinnusemi og metnaður voru alls ráðandi í fyrsta tíma í morgun.Unglingar voru ýmist að vinna verkefni í stærðfræði, íslensku eða samfélagsfræði.Miðstigið var í yndislestri og yngsta stig var í heimakrók í lestrarstund.
Lesa meira
02.09.2015
Nemendur miðstigs fóru í Borgarnes í gær og tóku þátt í miðstigsmótinu ásamt fleiri skólum.Keppt var í 60 og 600 m.hlaupum, langstökki, kúluvarpi og knattspyrnu.Veður var með besta móti og aðstæður til íþróttaiðkunar voru frábærar á Skallagrímsvellinum.
Lesa meira
29.08.2015
Nemendur miðstigsins fóru í gönguferð upp í Akrafjall.Gengið var upp frá vatnsveitu Akurnesinga og upp eftir Berjadalsánni.Ætlunin var að fara upp á Háahnúk en vegna vindáttar var farið í hina áttina og alveg upp að Guðfinnuþúfu sem er í tæplega 400 metra hæð.
Lesa meira
28.08.2015
Miðvikudaginn 26.ágúst fór allt yngsta stigið í haustferðina sína.Haldið var að Þórisstöðum þar sem Alla tók vel á móti hópnum.Margt var í boði, margir fóru í fótboltagolf og svo fundu börnin prýðis berjaland þar sem sumir náðu að fylla ílátin sín af gómsætum berjum.
Lesa meira
28.08.2015
Í gær fóru nemendur okkar í 8.- 10.bekk í hjólaferð.Hjólað var frá Heiðarskóla í Skátaskálann í Skorradal.Hópurinn gisti í skálanum í nótt.Hjólaferðin gekk vonum framar og voru allir sáttir og sælir, bæði nemendur og kennarar.
Lesa meira
26.08.2015
Eins og fram kom í ræðu skólastjóra á skólasetningu verður unnið að gerð læsistefnu fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar í vetur.Mikil áhersla er á lestur og læsi í sínum víðasta skilningi í Heiðarskóla enda einn af grunnþáttum aðalnámskrár.
Lesa meira
26.08.2015
Nú eru sólberin á flottu berjarunnunum okkar að verða tilbúin til átu.Elstu börnin fengu að hjálpa Hjöltu að týna þau og síðan gerði Hjalta dýrindis sólberjasultu úr þeim.
Lesa meira
21.08.2015
Skólaakstur hefst mánudaginn 24.ágúst og eru akstursleiðir eftirfarandi:
- Hvalfjarðarströnd: Bílstjóri Sverrir s.8652003.Bíllinn leggur af stað frá Hrafnabjörgum klukkan 7:40.
Lesa meira