Fréttir

Keyrt heim klukkan 13:20 á Degi íslenskrar náttúru

Þriðjudaginn 16.september er Dagur íslenskrar náttúru.Heiðarskóli heldur daginn hátíðlegan með skemmtilegum útiverkefnum og gönguferðum.Skóladagurinn hefst í Melahverfi hjá nemendum í 1.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru

Veðrið lék við okkur í dag á Degi íslenskrar náttúru. Börnin í 1.og 2.bekk heimsóttu vini sína í Skýjaborg og voru viðstödd afhendingu Grænfánans sem þar fór fram í þriðja sinn.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru í leikskólanum

Á morgun, á Degi íslenskrar náttúru, munum við flagga Grænfánanum í þriðja sinn í leikskólanum. Athöfnin verður kl.9:15 og ætla vinir okkar í 1.og 2.bekk að heimsækja okkur af því tilefni, en þau eiga auðvitað mikið í verkefninu með okkur.
Lesa meira

Slökkviliðsstjóri í heimsókn

Þráinn slökkviliðsstjóri kom í heimsókn í morgun og ræddi við elstu börnin um brunavarnir.Börnin voru mjög áhugasöm og ætla að passa upp á að brunavörnum sé sinnt í leikskólanum.
Lesa meira

Umhverfisnefnd Heiðarskóla

Umhverfisnefnd Heiðarskóla tók formlega til starfa í gær og hélt sinn fyrsta fund.Áhugasamir geta fylgst með störfum umhverfisnefndar með því að lesa fundargerðir hér á síðunni.
Lesa meira

Taupokar

Hluti af markmiðum okkar í Grænfánaverkefninu næstu tvö ár verður að minnka plastpokanotkun í leikskólanum.Við erum þessa dagana að sauma fjölnota poka úr gömlum fötum sem við munum nota t.
Lesa meira

Skyndihjálparkynning Rauða krossins

Rauði kross Íslands er 90 ára um þessar mundir og af því tilefni býður hann öllum grunnskólanemendum landsins upp á skyndihjálparkynningu. Í gær fengu nemendur Heiðarskóla kynningu í skyndihjálp frá þeim Gerðu Bjarnadóttur og Ingibjörgu Gunnarsdóttur.
Lesa meira

Pappírsgerð í leikskólanum

Undanfarna daga höfum við verið að undirbúa pappírsgerð.Við byrjuðum á að leyfa börnunum á Dropanum að leika sér með pappírsræmur sem fara í pappírsgerðina og leiddist þeim það ekki.
Lesa meira

Leikskólastarfið

Nú eru flest börn og starfsfólk búin að skila sér aftur til okkar eftir sumarleyfi.Nokkrar breytingar hafa orðið hjá okkur í haust, bæði í barnahópnum og starfsmannahópnum.
Lesa meira

Haustferðir

Vaskir og glaðir unglingar gengu í gær yfir Skarðsheiði í blíðskaparveðri.Ferðin gekk í alla staði mjög vel.Áður en lagt var í hann var nemendum skipt í hópa og á leiðinni leystu hóparnir verkefni sem birtust jafnt og þétt í snjallsímum nemenda.
Lesa meira