Fréttir

Leiksýning í Heiðarskóla

Í dag fengum við góða gesti í heimsókn.Stoppleikhópurinn sýndi leikritið „Upp,upp“ fyrir nemendur okkar í 4.– 10.bekk.Í verkinu segir frá uppvaxtarárum Hallgríms Péturssonar.
Lesa meira

Undirbúningur fyrir Fullveldishátíð

Það var mikil gleði hjá nemendum í 1.- 5.bekk á æfingu fyrir Fullveldishátíð Heiðarskóla en krakkarnir æfðu í fyrsta skipti á sviði í dag.Elsti árganguri leikskólans tekur líka þátt í sýningunni.
Lesa meira

Heimsókn frá stofnun Árna Magnússonar

Fimmtudaginn 13.nóvember s.l.fengu 6.og 7.bekkur fróðlega heimsókn frá Stofnun Árna Magnússonar.Í skólastofuna mættu þau Svanhildur og Jón og leiddu krakkana inn í heim handverksmenningar miðalda með fræðslu um bókagerðina.
Lesa meira

Allir lesa

Undanfarnar vikur hefur Heiðarskóli tekið þátt í átakinu „Allir lesa“.Börnin byrja skóladaginn á yndislestrarstund.Þá les hver og einn í bók að eigin val sér til yndis og ánægjuauka.
Lesa meira

Nordplus verkefni

Opnuð hefur verið heimasíða þar sem verkefnum Nordplussamstarfsins sem leikskólinn tekur þátt í eru gerð skil.Vefsíðan er aðgengileg á slóðinni http://winnieandwood.
Lesa meira

Opið hús í Heiðarskóla á morgun

Undanfarna daga hafa börnin verið að vinna verkefni í tengslum við átthagana í umhverfisþema skólans.Við minnum á að á morgun er opið hús í Heiðarskóla og gestum er velkomið að kíkja í heimsókn og dvelja með okkur part úr degi eða allan daginn.
Lesa meira

Furðufatadagur á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn er furðufatadagur í leikskólanum.Allir sem vilja mega koma í furðufötum, búning, náttfötum eða venjulegum fötum. Þennan dag er einnig sameiginlegt afmæli fyrir afmælisbörn nóvembermánaðar.
Lesa meira

Hvolpar í heimsókn

Í gær fengu litlu hvolparnir hennar Báru að kíkja í heimsókn í leikskólann í smá stund.Börnin hafa fylgst spennt með uppeldi hvolpanna frá því þeir fæddust og farið í margar heimsóknir til þeirra.
Lesa meira

Bangsadagurinn í leikskólanum

Á mánudaginn var alþjóða Bangsadagurinn og héldum við hann að sjálfsögðu hátiðlegan í leikskólanum.Börnin komu með bangsana sína með sér í skólann og leyfðu þeim að taka þátt í skólastarfinu.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið og UNICEF- hreyfingin

Norræna skólahlaupið fór fram í blíðskaparveðri á mánudaginn, samtals hlupu nemendur og starfsmenn 491 km.Við slógum tvær flugur í einu höggi og tókum þátt í UNICEF – hreyfingunni í leiðinni.
Lesa meira