Fréttir

Veðurblíðan í gær

Veðrið lék við okkur í gær eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Vorskólaheimsókn

Í dag var önnur heimsókn vorskólabarna í Heiðarskóla.Dagurinn gekk mjög vel.Börnin héldu áfram að vinna með skólaverkefni með Berglindi, þau hittu Björk í heimilisfræði og gerðu með henni gómsætan jarðarberjadrykk.
Lesa meira

Góðar gjafir frá Kiwanis

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi komu færandi hendi í Heiðarskóla í dag.Þeir afhentu börnunum í 1.bekk reiðhjólahjálma, bolta og buff.Útskýrt var fyrir börnunum hversu vel hjálmurinn verndar höfuðið og hvernig á að stilla hann þannig að hann virki sem best.
Lesa meira

Líf með gjöf

Slysavarnadeildin Líf á Akranesi ásamt Sjóvá gaf útskriftarnemum í 10. bekk reykskynjara í dag.Þar sem veðurblíðan var með eindæmum góð fór afhendingin fram úti.Við færum Líf og Sjóvá bestu þakkir fyrir.
Lesa meira

Dagur umhverfisins og ruslaskrímsli

Í dag lögðu börnin í leikskólanum sitt af mörkum til að fegra umhverfið okkar og tóku allt það rusl sem þau sáu í nágrenni leikskólans.Þau fundu fullt af spennandi rusli sem tilvalið var að nota í skapandi vinnu.
Lesa meira

Plastpokalausir laugardagar og umhverfisráðstefna

Í dag var haldið upp á Dag umhverfisins í Heiðarskóla.  Dagurinn hófst með umhverfisráðstefnu þar sem Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd flutti erindi.Katrín fjallaði m.
Lesa meira

Dagur bókarinnar

Á degi bókarinnar mega börn koma með bók með sér í leikskólann.Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) átti frumkvæðið að því gera þennan dag að alþjóðadegi bóka.Svo vill til að hann er einnig fæðingar- eða dánardagur nokkurra þekktra rithöfunda, til dæmis létust Cervantes og Shakespeare þennan dag árið 1616 og 1623 og 23.
Lesa meira

Árshátíð Heiðarskóla 2014

Hæfileikaríkur hópur nemenda úr 6.– 10.bekk  fór á kostum í leik, söng og dansi í söngleiknum „Rokkabillí“ sem sýndur  var á Árshátíð Heiðarskóla í gær.
Lesa meira

Smiðjuhelgi og danssýning

Það var mikið líf og fjör í skólanum í dag.Í morgun var einstaklega vel heppnuð danssýning.Krakkarnir sýndu hvað þeir hafa lært í danskennslunni undanfarnar vikur.  Við þökkum  öllum sem sáu sér fært að koma á sýninguna  fyrir komuna.
Lesa meira