Fréttir

Tannverndarvika

Nú er að hefjast árleg tannverndarvika og munum við vinna ýmis verkefni tengd tannvernd og fræðslu um tennur með börnunum.Í ár er tannverndarvikan helguð umræðu um sykurmag í mat og ætlum við að fara í skoðun á því hvort of mikill sykur leynist í því sem við bjóðum upp á.
Lesa meira

Þorrablót

Á fimmtudaginn, 5.febrúar, munum við blóta Þorra í leikskólanum og sláum upp þorrablótsveislu í hádeginu.Börnin hafa undanfarið verið að undirbúa blótið með því að búa til víkingahjálma og æfa þorralög.
Lesa meira

Bóndadagurinn í Heiðarskóla

Stelpurnar í 6.bekk komu bekkjarbræðrum sínum hressilega á óvart í fyrsta tíma í morgun með kökuhlaðborði og skreytingum.Tilefnið var að sjálfsögðu bóndadagurinn.
Lesa meira

7. bekkur í skólabúðum á Reykjum

Þessa vikuna dvelja nemendur okkar í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði ásamt öðrum nemendum af Vesturlandi.Í gær fóru krakkarnir í sund, íþróttir, undraheim auranna, náttúrufræði þar sem fjaran var skoðuð og einhverjir fóru á byggðasafnið.
Lesa meira

Kallakaffi á föstudaginn

Á föstudaginn fögnum við upphafi þorra og bjóðum eins og hefð er öllum körlum í kallakaffi milli kl.14:30 og 16.Allir pabbar, bræður, afar, frændur og vinir velkomnir að kíkja til okkar.
Lesa meira

Varðeldur í morgunsárið

Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla áttu saman dásamlega sögustund við varðeld í morgunsárið.Oddur Örn í 6.bekk las frumsamda sögu um Skugga, Jóhanna í 8.bekk las söguna um Einfætta dátann, sagan var samin í átthagaþemanu sem haldið var í haust og er eftir þær Jóhönnu, Jórunni og Brimrúnu í 8.
Lesa meira

Matarleifar

Sú hefð hefur skapast í Heiðarskóla að vigta af og til matarleifar í hádegismatnum.Þá vigtum við það sem hver og einn bekkur leifir.Í desember var vigtunarvika og krakkarnir stóðu sig aldeilis vel.
Lesa meira

Endurskinskarlar

Nemendur í 1.bekk kláruðu endurskinskarlana sína í textílmennt í dag.Það voru stoltir krakkar sem hengdu endurskinskarlana á skólatöskurnar sínar.Annars fer skólastarfið vel af stað á nýju ári og ekki annað að sjá en börnin séu ánægð og glöð, njóti þess að hitta skólafélagana og tilbúin að gera sitt besta í náminu.
Lesa meira

Jólakveðja

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár.Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem komið hafa að starfi leikskólans fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Litlu jólin í Heiðarskóla

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Heiðarskóla í dag.Húsbandið skipað þeim Ödda, Loga, Hjálmi, Siggu V, Hrönn, Jónellu, Einari og Alexöndru spilaði og söng hin ýmsu jólalög á jólaballinu.
Lesa meira