29.05.2015
Íþróttadagur Heiðarskóla var haldinn í dag í frekar svölu en sólríku veðri.Krakkarnir tóku þátt í fjölbreyttum íþróttagreinum s.s.kastfimi, sundi, boðhlaupi og spretthlaupi.
Lesa meira
29.05.2015
Skólaslit Heiðarskóla verða þriðjudaginn 2.júní klukkan 16:00.Athöfnin hefst við bílastæðið fyrir framan skólann á Grænfánaafhendingu, fulltrúi frá Landvernd afhendir Heiðarskóla Grænfánann í 4.
Lesa meira
27.05.2015
Drög að skóladagatali næsta skólaárs eru nú orðin aðgengileg á heimsíðunni.Finna má dagatalið undir; Heiðarskóli - skólastarfið - skóladagatal. .
Lesa meira
27.05.2015
Í dag fóru börnin í Hundahóp í útskriftarferð með Möggu Siggu og Sigurbjörgu.Ferðinni var heitið á Akranes þar sem byrjað var á að leika í skógræktinni.Í leiðinni á Langasand var komið við á byggðasafninu og flottu bátarnir sem þar eru skoðaðir.
Lesa meira
26.05.2015
Á föstudaginn fórum við í sveitaferð inn að Bjarteyjarsandi þar sem við heimsóttum lömbin, kindurnar, hestana, kanínurnar, geiturnar, kalkúnana, hænurnar og hundana.Veðrið lék við okkur þennan dag og dvöldum við lengi í fjörunni og á leikvellinum.
Lesa meira
22.05.2015
Veðrið lék við okkur á survivordaginn sem haldinn var í Álfholtsskógi í dag.Krakkarnir tóku þátt í ratleik og söfnuðu sér meðlæti á hamborgara með því að leysa þrautir.
Lesa meira
21.05.2015
Síðasti vorskóladagurinn var í gær.Börnin stóðu sig mjög vel enda orðin nokkuð skólavön eftir skólasamstarfið í vetur.Börnin ferðuðust til og frá skóla með skólabílunum og gekk það ljómandi vel.
Lesa meira
20.05.2015
Þar sem veðurspáin er okkur ekki hagstæð fyrir morgundaginn höfum við fært survivordaginn til föstudags.Heimkeyrsla verður því hefðbundin á morgun en við keyrum heim klukkan 13:20 á föstudaginn.
Lesa meira
18.05.2015
Á föstudaginn var útskriftarathöfn í leikskólanum fyrir börnin sem hefja grunnskólagöngu sína í haust.Við athöfnina fengu þau afhentar ferilmöppur sínar sem þau hafa safnað minningum og verkum frá því þau hófu leikskólagöngu og fengu síðan að gjöf birkitré frá leikskólanum.
Lesa meira
13.05.2015
Við fengum góða gesti í heimsókn í dag.Skólahljómsveit Tónlistarskólans á Akranesi kom og spilaði fyrir okkur nokkur lög og kynnti í framhaldinu ýmis hljóðfæri.Virkilega skemmtilegt og nemendur Heiðarskóla hlustuðu af athygli og einhverjir fengu að prófa hljóðfærin í lok kynningar.
Lesa meira