14.10.2015
Á morgun, fimmtudag, ætlum við að hafa bleikan dag í leikskólanum og mega þeir sem vilja koma í einhverju bleiku.Á föstudaginn er leikskólinn lokaður vegna starfsdags kennara.
Lesa meira
13.10.2015
Í dag sýndu nemendur og starfsfólk Heiðarskóla samstöðu í baráttunni gegn krabbameini og mættu í bleikum fötum í skólann. Myndin sýnir unglingadeildina skarta bleiku og sumir buðu upp á bakkelsi að heiman til hátíðarbrigða.
Lesa meira
09.10.2015
Landsmót Samfés og landsþing ungs fólks verður haldið á Akureyri nú um helgina dagana.Landsmótið hefst í dag og því lýkur á sunnudaginn.Eins og undanfarin ár sendir Félagsmiðstöðin 301 fjóra fulltrúa úr Heiðarskóla á Landsmótið.
Lesa meira
09.10.2015
Heiðarskóli starfar í anda uppbyggingarstefnunnar, Uppeldi til ábyrgðar.Liður í þeirri vinnu er að námshóparnir gera sinn eigin bekkjarsáttmála á haustin.Þá ræða nemendur hvernig þeir vilja koma fram hver við annan, hvernig þeir vilja nýta tímann í skólanum til náms og hvaða gildi skipta þá mestu máli.
Lesa meira
06.10.2015
Í morgun var fyrsti fundur nýrrar umhverfisnefndar í leikskólanum.Umhverfisnefnd leikskólans skipa elsti hópur (stjörnuhópur), hópstjórinn þeirra Magga Sigga og Þórdís sem fer með verkefnisstjórn með umhverfisverkefni leikskólans.
Lesa meira
30.09.2015
Sjálfbærni er einn af grunnþáttum aðalnámskrár.Sjálfbærni gengur út á að við uppfyllum okkar eigin lífsþarfir á þann hátt að kynslóðir í framtíðinni geti gert slíkt hið sama.
Lesa meira
30.09.2015
Elsti árgangur leikskólans kom í fyrstu skólaheimsókn haustannar í morgun.Börnin koma alls átta sinnum fyrir áramót.Þau byrjuðu á að fara í íþróttatíma með Helenu íþróttakennara.
Lesa meira
18.09.2015
Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla hlupu Norræna skólahlaupið í dag.Verkefnið er eins og nafnið gefur til kynna samnorrænt en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.
Lesa meira
16.09.2015
Í dag, á degi náttúrunnar, fóru börnin í leikskólanum í góða gönguferð í Melahverfinu.Eldri börnin gengu stóran hring í kringum hverfið, gerðu jógaæfingar í hundraðekru skógi, dönsuðu Hókí Pókí, hlustuðu eftir álfum í Álfasteini og bjuggu til álfabörn úr steinum.
Lesa meira
16.09.2015
Dagur íslenskrar náttúru er í dag og af því tilefni fór skólastarfið fram í Brynjudal.Lagt var í hann með rútum strax eftir morgunmat í hávaðaroki og keyrt inn í Brynjudal, þar er mjög gott skjól og enginn varð var við rokið.
Lesa meira