03.06.2016
Börnin í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar óskuðu á sínum tíma eftir samstarfi við sveitarfélagið um að fara í framleiðslu á fjölnota pokum fyrir heimilin í Hvalfjarðarsveit.
Lesa meira
02.06.2016
Regnboginn fór í langan göngutúr í gær í rigningunni.Þau gengu niður í strætóskýli, týndu lúpínu, hoppuðu í pollum og gerðu margt fleira skemmtilegt sem rákust á í ferðinni.
Lesa meira
01.06.2016
Mánudaginn 30.maí fóru nemendur okkar í 1.- 7.bekk í vorferðalög.Börnin í 1.bekk ásamt elsta árgangi Skýjaborgar fóru á Akranes í skógræktina, á Langasand, út að borða á Galito og á bókasafnið.
Lesa meira
01.06.2016
Hátíðlegt andrúmsloft var í Heiðarskóla í gær þegar 50.starfsári skólans var slitið.Jón Rúnar skólastjóri hélt ræðu og stýrði dagskránni.Hann kvaddi Stefaníu Mörtu sem hefur verið í afleysingum í vetur hjá okkur.
Lesa meira
27.05.2016
Í gær var íþróttadagur Heiðarskóla.Nemendur spreyttu sig í alls kyns íþróttum innan og utandyra.Veðrið var milt og blautt og hentaði ágætlega til íþróttaiðkunar.
Lesa meira
19.05.2016
Þriðjudaginn 17.maí útskrifuðust 7 flottir krakkar héðan úr Skýjaborg með prýði.Fjölskyldur barnanna komu til okkar og fögnuðu með okkur.Börnin byrjuðu athöfnina á að fara með þuluna Karl tók orða og svo sungu þau Hafið bláa hafið.
Lesa meira
19.05.2016
Í gær fórum við í sveitaferð að Bjarteyjarsandi með börn 3 ára og eldri.Við áttum dásamlegan dag þar sem Arnheiður og Þórdís okkar tóku á móti okkur.Háskólastúdentar frá Bandaríkjunum fengu að fylgja okkur og gerði það daginn okkar bara ennþá skemmtilegri.
Lesa meira
19.05.2016
Í dag var Survivordagur skólans í Álfholtsskógi.Nemendur leystu alls kyns þrautir i skóginum fyrir hádegi og unnu sér þannig inn álegg á hamborgarana sem voru í hádegismatinn.
Lesa meira
13.05.2016
Í gær var sameiginlegur fundur í umhverfisnefnd Skýjaborgar og umhverfisnefnd Heiðarskóla.Börnin ræddu umhverfismál, sögðu frá störfum sínum í umhverfisnefnd og settu niður matjurtarfræ.
Lesa meira
10.05.2016
Rúmlega 100 manns mættu í afmælisfagnað Heiðarskóla sem haldin var s.l.laugardag í tilefni af 50 ára afmæli skólans.Jón Rúnar, skólastjóri kynnti skólastarfið eins og það er í dag.
Lesa meira