Fréttir

Dagur læsis 8. september

Á föstudaginn var dagur læsis Þá var lesið með börnunum í minni hópum og bókin rædd sérstaklega.Við hvetjum foreldra til að lesa fyrir börnin sín á hverjum degi.
Lesa meira

List fyrir alla

Í dag fengum við góða gesti.Hljómsveitin Milkywhale kom og spilaði nokkur lög fyrir nemendur skólans.Hljómsveitin er á ferð um landið á vegum "List fyrir alla". Milkywhale er danshljómsveit skipuð danshöfundinum og söngkonunni Melkorku Sigríði Magnúsdótttur og tónlistarmanninum Árna Rúnari Hlöðverssyni (FM Belfast, Prins Póló).
Lesa meira

Dagur læsis og bókasafnsdagurinn

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis.Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965.Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta.
Lesa meira

Frístund

Í vetur verður boðið upp á frístund fyrir nemendur í 1.- 4 bekk mánudaga til fimmtudaga frá kl.14:30 - 16:30 á hefðbundnum nemendadögum samkvæmt skóladagatali.Um tilraunaverkefni er að ræða sem verður endurskoðað um áramót.
Lesa meira

Haustferðadagur miðstigs

Á haustferðadeginum 24.ágúst fóru nemendur miðstigs í Skorradal ásamt nokkrum kennurum.Fyrst var farið í starfsstöð Skógræktar ríkisins að Hvammi.Þar tók aðstoðarskógarvörðurinn Jón Auðunn á móti hópnum, sagði aðeins frá starfseminni og leiddi hann svo í gegnum Stálpastaðaskóg.
Lesa meira

Fyrirlestur um góð samskipti

Í dag fengum við góða fyrirlesta um jákvæð samskipti og hvernig hver og einn getur valið að vera jákvæður leiðtogi, hjálpað  öðrum og látið gott af sér leiða.
Lesa meira

Fyrstu skóladagarnir

Heiðarskóli var settur utandyra s.l.þriðjudag.Eftir athöfn fóru börn og foreldrar og hittu umsjónarkennara í heimastofum.Þetta skólaárið erum við að hefja fimmtugasta og annað starfsár skólans.
Lesa meira

Skólasetning 2017

Heiðarskóli verður settur mánudaginn 21.ágúst kl.16:00.Stutt sameiginleg athöfn í sal skólans eða jafnvel utandyra ef veður leyfir.Eftir athöfn fara nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur og fá afhentar stundatöflur.
Lesa meira

Leikskólinn hafinn og framkvæmdir á baklóð

Leikskólinn hófst í dag eftir sumarfrí.Börnin litu hissa út um gluggann að sjá að enginn leiktæki voru á bakvið hús.En verið er að gera upp baklóðina og eru nú komnir menn að setja upp ný leiktæki.
Lesa meira

Kennara vantar til starfa á næsta skólári

Vegna forfalla vantar okkur kennara til starfa skólaárið 2017 - 2018.Um tímabundna ráðningu er að ræða í 100 % starf í teymiskennslu á unglingastigi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.
Lesa meira