07.06.2018
Í gær voru skólaslit Heiðarskóla.Sannkölluð hátíðarstemning var í salnum þegar veittar voru viðurkenningar fyrir nefndar- og félagsstörf, töltmeistari skólans Rakel Ásta Daðadóttir fékk farandbikar og stigahæsti bekkur skólans á íþróttadegi, 10.
Lesa meira
05.06.2018
Í dag er borinn til grafar fyrrverandi nemandi okkar og vinur Einar Darri Óskarsson sem í blóma lífsins var tekinn frá okkur alltof snemma.Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst þessum skemmtilega og ljúfa dreng og notið samveru hans þau 7 ár sem hann stundaði nám hjá okkur.
Lesa meira
04.06.2018
Skólaslit Heiðarskóla verða miðvikudaginn 6.júní kl.16:00.Hátíðarathöfn verður í sal skólans þar sem við útskrifum nemendur 10.bekkjar. Eftir athöfn fara aðrir nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur og taka við vitnisburði vetrarins.
Lesa meira
01.06.2018
Íþróttadagur Heiðarskóla gekk heilt yfir ljómandi vel.Nemendur kepptu í alls kyns íþróttagreinum.Veðrið var lygnt og gott en frekar svalt.Nemendur voru jákvæðir og lögðu sig fram.
Lesa meira
28.05.2018
Það var gaman í tómstund í góða veðrinu í dag.Börnin léku sér í fjölbreyttum leikjum og ekki annað að sjá en þau væru að njóta sín í frjálsum leik eins og sjá má á myndum sem komnar eru í myndaalbúm.
Lesa meira
24.05.2018
Í gær fengum við góðan gest í heimsókn, Ara Ólafsson, frá Vísindasmiðju Háskóla Íslands.Hann færði skólanum ljósakassa að gjöf.Kassinn var settur saman í tilefni af ári ljóssins og flestir grunnskólar landsins hafa nú þegar fengið kassann.
Lesa meira
17.05.2018
Survivordagurinn var haldinn í Álfholtsskógi s.l.þriðjudag.Veðrið var mjög fjölbreytt; snjókoma,slydda, rigning, sólskin, rok og logn en börnin létu það ekki á sig fá og stóðu sig með stakri prýði í skemmtilegum ratleik í skóginum.
Lesa meira
14.05.2018
Nemendur í 1.bekk fengu gefins hjálma frá Kiwanis á dögunum.Börnin fengu einnig fræðslu um mikilvægi þess að nota hjálm.Ekki var annað að sjá en börnin fylgdust spennt með fræðslunni og væru ánægð með hjálmana sína.
Lesa meira
02.05.2018
Dagana 2., 3.og 4.maí eru svokallaðir vorskóladagar í Heiðarskóla.Þá mæta nemendur sem verða í 1.bekk á næsta skólaári í skólann, 10.bekkurinn er í starfsnámi og aðrir bekkir færast upp um einn bekk og máta sig við skipulagið næsta vetur.
Lesa meira
25.04.2018
Í upphafi vikunnar hófst þemavinna í Heiðarskóla sem allur skólinn tekur þátt í, þema sem stuðlar að bættum skólabrag og við köllum "ENN BETRI SKÓLABRAGUR".Það er von okkar og trú að þemavinnan verði bæði skemmtileg og gagnleg.
Lesa meira