Fréttir af Heiðarskóla

Fullveldishátíð 2017

Fullveldishátíðin var haldin hátíðleg 30.nóvember s.l.og börnin voru stolt þegar þau sýndu atriðin sín fyrir troðfullu húsi.Veitingarnar stóðu undir væntingum að vanda, heitt súkkulaði, vöfflur með rjóma og piparkökur.
Lesa meira

Þjóðarsöngur

Í gær tók Heiðaskóli þátt í þjóðarsöngnum í tengslum við Dag íslenskrar tónlistar, þá áttu nemendur og starfsmenn saman notalega söngstund og sungu með íslensku þjóðinni þrjú vel valin lög; Líttu sérhvert sólarlag, Ef engill ég væri með vængi og Gefðu allt sem þú átt.
Lesa meira

Jólatréð sótt í Álfholtsskóg

Nemendur í 10.bekk fóru á miðvikudaginn í sína árlegu jólatrésferð í Álfholtsskóg, krakkarnir tóku góðan göngutúr í skóginum í leit sinni að rétta trénu.Þegar það var fundið var hafist handa við að saga og koma á réttan stað.
Lesa meira

Morgunsöngur í Heiðarskóla

Morgunsöngur er í Heiðarskóla á u.þ.b.tveggja vikna fresti.Morgunsöngurinn hefur mælst vel fyrir og okkur er stöðugt að fara fram í söngnum.Stigin skiptast á að velja lögin.
Lesa meira

Fullveldishátíð 2017

Fimmtudaginn 30.nóvember í Heiðarskóla.Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15.Formaður nemendafélagsins flytur ávarp.Atriði frá Tónlistarskólanum á Akranesi.Nemendur í 1.
Lesa meira

Ytra mat

Nú á haustönn verður unnið að svokölluðu ytra mati á Heiðarskóla.Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja í skólanum dagana 28.
Lesa meira

Ævar Þór, leikari og rithöfundur

Í dag fengum við góðan gest í heimsókn.Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, kom og las upp úr nýrri bók sinni  "Þitt eigið ævintýri".  Ævar sagði krökkunum frá bókinni.
Lesa meira

Upplestur í Skýjaborg

Börnin í 3.bekk heimsóttu vini sína í leikskólanum Skýjaborg í dag og lásu fyrir þau skemmtilega bók í tilefni af degi íslenskrar tungu.Vel var tekið á móti börninum og þau höfðu gaman að.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var í dag og af því tilefni var stöðvavinna í fyrsta tíma.Nemendum skólans var skipt í aldursblandaða hópa sem leystu fjölbreyttar þrautir hér og þar í skólanum.
Lesa meira

Stjörnuhópur í Heiðarskóla í dag

Skólasamstarfið gengur vel.Á mánudaginn fóru elstu börn leikskólans með yngstu börnum grunnskólans í vettvangsferð í Álfholtsskóg.Börnin léku sér í skóginum, drukku heitan súkkulaðidrykk og höfðu gaman af.
Lesa meira