Fréttir af Heiðarskóla

Bókasafnskerfi tekið í notkun

Síðastliðinn miðvikudag tók skólabókasafn Heiðarskóla bóksafnskerfið Gegni í notkun.Gegnir er það kerfi sem algengast er að bókasöfn á Íslandi noti.Safnkosturinn er skráður í miðlægan gagnagrunn og getur hver sem er skoðað hvort bók er til á safninu okkar með því að kíkja inn á leitir.
Lesa meira

Barnamenningarhátíð

Þessa dagana taka nemendur okkar á miðstigi þátt í barnamenningarhátíð.Hátíðin var sett við Tónlistarskólann á Akranesi í gærmorgun þegar nemendur af miðstigi Heiðarskóla, Grundaskóla og Brekkubæjarskóla dönsuðu fyrir gesti.
Lesa meira

Þemavika

Nú er nýafstaðin vel heppnuð þemavika sem tengist grænfánavinnu skólans.Að þessu sinni var yfirskriftin Lýðheilsa eða "Heilsa yfir höfuð" eins og börnin í umhverfisnefnd vildu nefna þemað.
Lesa meira

Barnamenningarhátíð

Í dag fengu nemendur á miðstigi góðan gest í heimsókn í tengslum við Barnamenningarhátíð.Áslaug Jónsdóttir, rithöfundur, uppalin í Melaleiti í Melasveit, hitti nemendur og sagði þeim frá bókunum sínum.
Lesa meira

Samræmd könnunarpróf

Nemendur í 7.bekk þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í síðustu viku og nemendur í 4.bekk tóku íslenskupróf í gær og stærðfræðipróf í dag.
Lesa meira

Samstarf í 1. og 10. bekk

Í starfsáætlun skólans kemur fram að samstarf sé á milli nemenda í 1.og 10.bekk.S.l.föstudag hófst þetta samstarf þegar nemendur í 1.og 2.bekk buðu nemendum í 10.bekk í skemmtilega stöðvavinnu.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru

Í dag héldum við upp á Dag íslenskrar náttúru.Skólastarfið fór fram í Brynjudal í blíðskaparveðri.Börnin fóru á þrjár stöðvar, unnu verkefni sem tengdust náttúrunni og léku sér í skóginum.
Lesa meira

List fyrir alla

Í dag fengum við góða gesti.Hljómsveitin Milkywhale kom og spilaði nokkur lög fyrir nemendur skólans.Hljómsveitin er á ferð um landið á vegum "List fyrir alla". Milkywhale er danshljómsveit skipuð danshöfundinum og söngkonunni Melkorku Sigríði Magnúsdótttur og tónlistarmanninum Árna Rúnari Hlöðverssyni (FM Belfast, Prins Póló).
Lesa meira

Dagur læsis og bókasafnsdagurinn

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis.Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965.Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta.
Lesa meira

Frístund

Í vetur verður boðið upp á frístund fyrir nemendur í 1.- 4 bekk mánudaga til fimmtudaga frá kl.14:30 - 16:30 á hefðbundnum nemendadögum samkvæmt skóladagatali.Um tilraunaverkefni er að ræða sem verður endurskoðað um áramót.
Lesa meira