Fréttir af Heiðarskóla

Survivordagur 2018

Survivordagurinn var haldinn í Álfholtsskógi s.l.þriðjudag.Veðrið var mjög fjölbreytt; snjókoma,slydda, rigning, sólskin, rok og logn en börnin létu það ekki á sig fá og stóðu sig með stakri prýði í skemmtilegum ratleik í skóginum.
Lesa meira

Kiwanis gefur hjálma

Nemendur í 1.bekk fengu gefins hjálma frá Kiwanis á dögunum.Börnin fengu einnig fræðslu um mikilvægi þess að nota hjálm.Ekki var annað að sjá en börnin fylgdust spennt með fræðslunni og væru ánægð með hjálmana sína.
Lesa meira

Vorskóladagar

Dagana 2., 3.og 4.maí eru svokallaðir vorskóladagar í Heiðarskóla.Þá mæta nemendur sem verða í 1.bekk á næsta skólaári í skólann, 10.bekkurinn er í starfsnámi og aðrir bekkir færast upp um einn bekk og máta sig við skipulagið næsta vetur.
Lesa meira

Þemadagar í Heiðarskóla - Enn betri skólabragur

Í upphafi vikunnar hófst þemavinna í Heiðarskóla sem allur skólinn tekur þátt í, þema sem stuðlar að bættum skólabrag og við köllum "ENN BETRI SKÓLABRAGUR".Það er von okkar og trú að þemavinnan verði bæði skemmtileg og gagnleg.
Lesa meira

Dagur umhverfisins

Í dag var haldin umhverfisráðstefna Heiðarskóla í tilefni af DEGI UMHVERFISINS.Ráðstefnan hófst á fróðlegu innleggi frá umhverfsinefndinni um umhverfisvænar vörur sem hægt er að velja í stað þeirra sem eru framleiddar úr plasti.
Lesa meira

Rýmingaræfing

Í gær var haldin undirbúin rýmingaræfing í Heiðarskóla.Brunabjallan var sett í gang og starfsmenn skólans rýmdu skólann samkvæmt þar til gerðri áætlun.Rýmingin tókst vel.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestarkeppninnar á Vesturlandi

Í dag var lokahátíð Stóru upplestrarkeppni samstarfsskólanna á Vesturlandi haldin í Heiðarskóla.Níu fulltrúar frá Grunnskólanum í Borgarnesi, Auðarskóla, Heiðarskóla og Grunnskóla Borgarfjarðar tóku þátt.
Lesa meira

Dagur barnabókarinnar

Í dag var smásagan Pissupásan eftir Ævar Þór Benediktsson frumflutt á RÚV til að halda upp á Dag barnabókarinnar.Nemendur Heiðarskóla hlustuðu á söguna og unnu verkefni upp úr henni.
Lesa meira

Árshátíð Heiðarskóla 2018

Árshátíð Heiðarskóla var haldin fyrir fullu húsi í gær. Nemendur í 3.og 4.bekk sýndu leikritið Klikkaða tímavélin og nemendur í unglingadeild sýndu leikritið Fjórir hljómar.
Lesa meira

Heimboð í Skógarskóla

Í dag var nemendum okkar á miðstigi boðið í heimsókn í Skógarskóla (gamla Heiðarskóla).Nokkur rússnesk ungmenni eru stödd í Skógarskóla þessa dagana og þau héldu stutta kynningu fyrir nemendur.
Lesa meira