Fréttir af Heiðarskóla

Danssýning

Í vikunni lauk danskennslu í Heiðarskóla með glæsilegri danssýningu þar sem nemendur sýndu hina ýmsu dansa við mikinn fögnuð áhorfenda.Íris Ósk Einarsdóttir danskennari sá um kennsluna eins og undanfarin ár.
Lesa meira

Stóra upplestrarhátíðin í 7. bekk

Stóra upplestrarkeppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu.Nemendur í 7.bekk hafa frá því í nóvember lagt rækt við vandaðan upplestur og góðan framburð. Það hefur verið frábært að fylgjast með miklum framförum hjá nemendum frá því í nóvember og hefur tekist vel til að vekja nemendur til umhugsunar um vandaðan upplestur og góða framsögn.
Lesa meira

Hæfileikakeppni Heiðarskóla 2018

Hæfileikakeppni Heiðarskóla var haldin í lok febrúar.Margir tóku þátt og erum við þakklát fyrir það enda hæfileikaríkt fólk í Heiðarskóla.Fjölbreytt atriði voru á dagskrá og þökkum við öllum þátttakendum fyrir skemmtilega keppni.
Lesa meira

Skúffukaka eftir samræmd könnunarpróf

Að vanda buðum við nemendum okkar upp á skúffuköku eftir samræmd könnunarpróf.Í þetta skiptið voru það nemendur í 9.bekk sem þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku.
Lesa meira

Árshátíð Heiðarskóla

Árshátíð Heiðarskóla 2018 verður haldin fimmtudaginn 22.mars.Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15.Formaður nemendafélagsins flytur ávarp.  Nemendur í 3.og 4.bekk sýna leikritið  Klikkaða tímavélin.
Lesa meira

Stjörnuhópur í Heiðarskóla í gær

Stjörnuhópur byrjaði daginn í gær á að leika sér úti í frímínútum.Eftir frímínútur hittu börnin Örnu kennara.Arna spjallaði við börnin og fór með þeim í smá skólaverkefni.
Lesa meira

Niðurstöður ytra mats

Á haustönn var unnið að svokölluðu ytra mati í Heiðarskóla.Ytra mat er samstarfsverkefni Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Menntamálastofnunar.
Lesa meira

Kynning á yngsta stigi

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 3.og 4.bekk verið að læra um Ísland í gamla daga, Þorrann og gömlu mánaðaheitin. Á föstudaginn buðu börnin vinum sínum í 1.og 2.bekk á kynningu á verkefninu.
Lesa meira

Öskudagur

Það var líf og fjör í Heiðarskóla í gær þegar alls kyns verur mættu í skólann og gerðu sér glaðan dag.Krakkarnir fóru á söngstöðvar og fengu nammi.Fyrir hádegi var haldið öskudagsball fyrir 1.
Lesa meira

Fréttir frá Reykjaskóla

Þessa vikuna dvelja allir tíu nemendur 7.bekkjar ásamt Einari kennara í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði.Þangað var haldið með rútu um kl.9:30 á mánudagsmorgun en nemendahópur frá Klébergsskóla var samferða norður yfir heiðina.
Lesa meira