Fréttir af Skýjaborg

Dagur íslenkrar tungu

Í gær var dagur íslenskrar tungu.Við byrjuðum daginn á því fyrir morgunmat og drífa okkur út að flagga.Leikskólastjórinn fékk fullt af frábærum litlum höndum til aðstoðar.
Lesa meira

Rithöfundurinn Ævar Þór í heimsókn

Í dag kom rithöfundurinn og leikarinn Ævar Þór (Ævar vísindamaður) í heimsókn til okkar í Skýjaborg og las upp úr bók sinni "Þitt eigið ævintýri".Börn 2-5 ára sátu og hlustu af mikilli athygli og tóku virkan þátt í sögunni.
Lesa meira

Bangsa- og náttfatadagur

Í dag er alþjóðlegi bangsadagurinn og því voru bangsar sérstaklega velkomnir með í leikskólann í dag.Að gamni höfðum við einnig náttfatadag.Mikil gleði var hjá börnunum og mættu bangsar af öllum stærðum og gerðum í leikskólann og börn í alls kyns náttfötum.
Lesa meira

Árg. 2012 vann smásagnakeppni KÍ, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara

Börn í árgangi 2012 í Skýjaborg unnu smásagnakeppni KÍ, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara í flokki leikskólabarna í ár, með söguna Kennarinn með blað í fanginu sínu.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru

16.september er dagur íslenskrar náttúru.Markmiðið með þeim degi er að beina sjónum landsmanna að hinni einstöku náttúru landsins, gögnum hennar og gæðum.Við héldum upp á þann dag í gær, 13.
Lesa meira

Dagur læsis 8. september

Á föstudaginn var dagur læsis Þá var lesið með börnunum í minni hópum og bókin rædd sérstaklega.Við hvetjum foreldra til að lesa fyrir börnin sín á hverjum degi.
Lesa meira

Leikskólinn hafinn og framkvæmdir á baklóð

Leikskólinn hófst í dag eftir sumarfrí.Börnin litu hissa út um gluggann að sjá að enginn leiktæki voru á bakvið hús.En verið er að gera upp baklóðina og eru nú komnir menn að setja upp ný leiktæki.
Lesa meira

Kynning elstu barna á skólasamstarfi vetrarins

Í vetur hafa börnin í elsta hóp rannsakað Heiðarskóla í gegnum könnunaraðferðina.Nú í síðustu viku voru þau með kynningu fyrir foreldra, starfsmenn og börn á Regnboganum á því sem þeim fannst mikilvægast/merkilegast í skólasamstarfinu.
Lesa meira

Útskriftarferð elstu barna

Í gær fóru útskriftarbörnin okkar í útskriftarferð.Farið var á Akranes með rútu.Börnin byrjuðu á því að skoða vitann.Það þorðu allir upp en skulfu mis mikið.
Lesa meira

Leikskólinn Skýjaborg hlýtur grænfánann í fjórða sinn

Á þessum fallega og bjarta degi fengum við grænfánann afhentan í fjórða sinn.Við komum saman í kringum fánastöngina og fulltrúi Landverndar afhenti okkur nýjan fána og viðurkenningarskjal.
Lesa meira