03.01.2021
4. janúar er skipulagsdagur í Skýjaborg. Við sjáumst hress og kát þriðjudaginn 5. janúar.
Lesa meira
24.11.2020
Linda sveitarstjóri bauð öllum börnunum í leikskólanum að vera viðstödd í dag þegar kveikt var á ljósunum á jólatrénu við Stjórnsýsluhúsið. Sungið var og gengið í kringum jólatréð. Að lokum gaf Linda börnunum mandarínur sem allir gæddu sér á.
Lesa meira
18.11.2020
Á mánudaginn var Dagur íslenskrar tungu. Hann var óvenjulegur í ár hjá okkur (eins og svo margt annað). Við erum vön að fá 3. bekk í heimsókn til okkar sem hefur lesið fyrir börnin og einnig höfum við fengið íslenskan rithöfund sem hefur kynnt og lesið upp úr bók. En í ár buðum við engum í heimsókn. Tekin var umræða með börnunum og þau kynnt fyrir höfundinum Jónasi Hallgrímssyni, mikilvægi tungumálsins okkar. Sungin voru íslensk lög og farið með ljóð. Elsti árgangurinn teiknaði íslenskan fánann.
Lesa meira
11.11.2020
Slysavarnardeildin Líf kom færandi hendi og gaf öllum börnum leikskólans endurskinsmerki í dag. Þeim er annt um að allir noti endurskinsmerki og sjáist í skammdeginu. Við þökkum kærlega fyrir okkur.
Lesa meira