Fréttir af Skýjaborg

Kynning elstu barna á skólasamstarfi vetrarins

Í vetur hafa börnin í elsta hóp rannsakað Heiðarskóla í gegnum könnunaraðferðina.Nú í síðustu viku voru þau með kynningu fyrir foreldra, starfsmenn og börn á Regnboganum á því sem þeim fannst mikilvægast/merkilegast í skólasamstarfinu.
Lesa meira

Útskriftarferð elstu barna

Í gær fóru útskriftarbörnin okkar í útskriftarferð.Farið var á Akranes með rútu.Börnin byrjuðu á því að skoða vitann.Það þorðu allir upp en skulfu mis mikið.
Lesa meira

Leikskólinn Skýjaborg hlýtur grænfánann í fjórða sinn

Á þessum fallega og bjarta degi fengum við grænfánann afhentan í fjórða sinn.Við komum saman í kringum fánastöngina og fulltrúi Landverndar afhenti okkur nýjan fána og viðurkenningarskjal.
Lesa meira

Grænfánaafhending

Á morgun, miðvikudaginn 31.Maí 2017 kl.14:00, fáum við fjórða grænfánann okkar afhentan.Við bjóðum öllum hjartanlega velkomna að koma og gleðjast með okkur.
Lesa meira

Matráður óskast til starfa

Matráður óskast til starfa í leikskólanum Skýjaborg frá og með ágúst 2017.Um framtíðarstarf er að ræða í 100% stöðu.Við leitum að matráði sem hefur brennandi áhuga á að elda hollan, góðan og næringarríkan mat í samræmi við Manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar.
Lesa meira

Sveitaferð að Bjarteyjarsandi

Mánudaginn 22.maí fóru börn 3 ára og eldri ásamt starfsfólki í sveitaferð að Bjarteyjarsandi.Vel var tekið á móti okkur, fengum við að sjá kindurnar, lömbin, geitur, grísi, kanínur og hænuunga.
Lesa meira

Útskrift 2011 árgangs

Í dag útskrifuðum við 10 flotta krakka úr leikskólanum Skýjaborg sem munu öll hefja grunnskólagöngu í haust í Heiðarskóla.Útskriftarhópurinn söng tvö lög og fóru með þulu.
Lesa meira

Vorsýning

Föstudaginn 12.maí kl.9:30 munum við opna hina árlega Vorsýningu Skýjaborgar í Stjórnsýsluhúsinu.Allir eru velkomnir á opnunina.  Sýningin mun standa opin í þrjár vikur eða til föstudagsins 2.
Lesa meira

Skraddaralýs með gjöf

Skraddaralýs, bútasaumsklúbbur í sveitinni, færði leikskólanum í gær 16 bútasaumsteppi ásamt nokkrum koddastykkjum að gjöf.Með gjöf sinni vilja þær sína Hvalfjarðarsveit þakklæti sitt  að fá afnot af félagsheimilinu Fannahlíð endurgjaldslaust.
Lesa meira

Dagur umhverfisins

25.apríl var Dagur umhverfisins.Líkt og síðustu ár fórum við út og hreinsuðum nánasta umhverfi okkar.Góður dagur í alla staði.Börnin skoðuðu ruslið og veltu fyrir sér hvaðan það kæmi.
Lesa meira