Fréttir af Skýjaborg

Óveðursáætlun Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

Lögð hefur verið lokahönd á nýja Óveðursáætlun fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Þar er farið yfir verkferla sem starfsfólk og foreldrar vinna eftir þegar óveður er. Áætlunina má finna undir gagnlegt efni hér á forsíðu og undir flipanum Stefnur og áætlanir undir Skólastarfið. https://skoli.hvalfjardarsveit.is/is/skolastarfid/stefnur-og-aaetlanir
Lesa meira

Rýmingaræfing í Skýjaborg

Í morgun var haldin skipulögð rýmingaræfing í leikskólanum. Allir voru meðvitaðir um æfinguna og voru slökkviliðsmenn frá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar til aðstoðar við framkvæmd. Æfingin gekk hún mjög vel og það tók innan við mínútu að rýma leikskólann.
Lesa meira

Afleysing í stöðu matráðar í leikskólanum skýjaborg í ágúst n.k.

Afleysing í stöðu matráðar v/sumarleyfis í 100% stöðu við leikskólann Skýjaborg frá 5.ágúst til 31.ágúst 2020. Við leitum að einstakling sem hefur brennandi áhuga á að elda hollan, góðan og næringarríkan mat í samræmi við Manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar. Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Laun samkvæmt kjarasamningi SNS og viðkomandi stéttarfélags. Nánari upplýsingar má finna hjá leikskólastjóra, Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir, í síma 433 8530 / 8684298 og á netfanginu gudmunda@hvalfjardarsveit.is
Lesa meira

Útidótadagur

Í gær fengu börnin í leikskólanum að koma með útidót að eiginvali að heiman og voru allir hressir og kátir :)
Lesa meira

17.júní fagnaður í leikskólanum Skýjaborg

Börn og starfsfólk fögnuðu saman fyrir 17.júní, svaka stuð.
Lesa meira

Brunaæfing í skýjaborg.

Í morgun var haldin brunaæfing í skýjaborg og börnin stóðu sig frábærlega. Jens Heiðar Ragnarsson slökkvuliðsstjóri kom og var okkur innan handar á meðan á æfingu stóð.
Lesa meira

Hjóladagur í Skýjaborg

Fimmudaginn fyrir viku síðan var árlegi hjóladagurinn okkar í leikskólanum. Börnin fá að koma í leikskólann með sitt eigið hjól og nota það yfir daginn. Æðislegur dagur í alla staði og börnin svo ánægð og glöð.
Lesa meira

Útskriftfarferð elstu barna í Skýjaborg

Á þriðjudaginn fór útskriftarhópurinn okkar í útskriftarferðina sína á Akranes. Þau fóru á slökkvuliðsstöðina í skoðunarferð/fræðslu, bókasafnið, fengu hamborgara á galito og enduðu ferðina á Langasandinum, æðisleg ferð og allir glaðir.
Lesa meira