Fréttir af Skýjaborg

Viðburðarík vika

Það var viðburðarík vika hjá okkur í Skýjaborg í síðustu viku. Bolludagur var á mánudaginn með fiskibollum, rjómabollum. Mörg börnin útbjuggu bolluvönd. Sprengidagur var á þriðjudaginn með saltkjöti og baunasúpu. Öskudagur var á miðvikudaginn þar sem allir mættu í náttfötum eða búningi. Kötturinn var slegin úr tunnunni, haldið var ball, borðað popp, skellt sér yfir í Stjórnsýsluhús að syngja fyrir nammi og fleira skemmtilegt. Það var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér vel þennan dag. Á föstudaginn héldum við svo loksins konukaffið sem frestaðist um tvær vikur. Það var frábær mæting og þökkum við öllum konunum kærlega fyrir komuna.
Lesa meira