Fréttir af Skýjaborg

Rýmingaræfing

Á dögunum vorum við með rýmingaræfingu með börnunum.Slökkviliðsstjórinn, Þráinn, kom og fylgdist með.Allir stóðu sig rosalega vel.Engin hræðsla á börnum.Daginn eftir fór brunabjallan aftur í gang vegna brauðristar og voru börnin fljót að bregðast við og ætluðu að drífa sig út.
Lesa meira

Ferð að Bjarteyjarsandi

23.maí fórum við í okkar árlegu ferð að Bjarteyjarsandi með börn 3 ára og eldri.Ferðin tókst mjög vel.Við sáum lömb, kiðlinga, kanínur og kanínuunga, grísi og þeir sem fóru í fjöruna skoðuðu meðal annars krossfiska og krabba.
Lesa meira

Útskriftarferð elstu barna

Í dag fór útskriftarhópurinn okkar í útskriftarferðina sína á Akranes.Þau fóru í skógræktina, bókasafnið, fengu pizzaveislu á galito og fóru á Langasand.Mögnuð ferð og allir glaðir.
Lesa meira

Vorsýning sett upp í Stjórnsýsluhúsinu

Komið er að okkar árlegu vorsýningu sem við setjum upp í Stjórnsýsluhúsinu.Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 24.maí næstkomandi kl.10:15.Öllum er velkomið að mæta á opnunarhátíðina okkar.
Lesa meira

Útskrift elstu barna

Þann 16.maí útskrifuðum við átta flott börn sem ætla að hefja grunnskólagöngu sína í Heiðarskóla í haust.Þetta var notaleg stund og skein stolt og gleði af börnum og fjölskyldum þeirra.
Lesa meira