Fréttir af Skýjaborg

Gefum smáfuglunum

Árlega í jan/feb blöndum við saman fræjum og fitu og búum til fuglafóður fyrir smáfuglana.Það gerðum við í síðustu viku og hengdum upp í tré og settum á snjóinn.
Lesa meira

Heimsókn á slökkvistöðina

Elsta árgangi í leikskóla (2012) á Akranesi og Hvalfjarðarsveit var boðið í heimsókn á slökkvistöðina í dag.Þráinn slökkvistjóri tók á móti börnunum og sagði þeim frá 112 deginum sem er á sunnudaginn og svo var horft á nýja mynd með Gló og Loga.
Lesa meira

Dagur leikskólans 6. feb 2018

Í gær 6.febrúar fögnuðum við Degi leikskólans.Í tilefni dagsins höfðum við deildarugl, en þá er opið á milli deilda og frjáls leikur flæðir um leikskólans óháð aldri eða deild.
Lesa meira

Bóndadagur - Þorrablót og kallakaffi

Til hamingju með daginn kæru bændur landsins.  Við í leikskólanum Skýjaborg tókum vel á móti þorranum.Í morgun á milli 8:30 og 10:00 buðum við öllum karlmönnum í lífi barnanna velkomna í morgunkaffi til okkar.
Lesa meira

Dótadagur

Í gær brutum við upp hversdaginn og höfðum dótadag, þar sem börnin máttu koma með dót að heiman.Reglulega er starfsfólk spurt um dótadag og reynum við að vera við þeirri ósk einu sinni á ári.
Lesa meira

Jólakveðja frá Skýjaborg

Við óskum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á nýju ári.  Við þökkum samstarfið og samverustundir á árinu sem er að líða.  Jólakveðja  Starfsfólk Skýjaborgar .
Lesa meira

Litlu jólin

Í gær, miðvikudaginn 13.des, héldum við litlu jólin hér í Skýjaborg.Það var rauður dagur og einnig mátti mæta í fínni fötum.Við dönsuðum í kringum jólatréð og Gluggagæjir jólasveinn kom og kíkti á gluggann og spurði hvort hann mætti koma að dansa með okkur.
Lesa meira

Jólakaffi

Ein hefð í Skýjaborg er að bjóða foreldrum og öðrum nærkomnum börnunum í jólakaffi.Þetta er róleg samverustund að morgni þar sem boðið er upp á morgunmat; brauð, álegg, heimabakaðar smákökur, kaffi, mjólk og heitt súkkulaði.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tónlistar

Börn og starfsfólk kom saman á Regnboganum kl.11:05 á þjóðarsamsöng v.Dags íslenskrar tónlistar.Hlustað var á lögin, þeir sungu sem kunnu textana og við lokalagið, Gefðu allt sem þú átt, var einnig dansað.
Lesa meira

Jólaljósin tendruð

Í dag var okkur boðið yfir í Stjórnsýsluhúsið að tendra jólaljósin á jólatrénu.Við sungum nokkur jólalög og dönsuðum í kringum jólatréð.Að því loknu var okkur boðið inn í kleinur og svala.
Lesa meira