Fréttir af Skýjaborg

Jólakveðja frá Skýjaborg

Við óskum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á nýju ári.  Við þökkum samstarfið og samverustundir á árinu sem er að líða.  Jólakveðja  Starfsfólk Skýjaborgar .
Lesa meira

Litlu jólin

Í gær, miðvikudaginn 13.des, héldum við litlu jólin hér í Skýjaborg.Það var rauður dagur og einnig mátti mæta í fínni fötum.Við dönsuðum í kringum jólatréð og Gluggagæjir jólasveinn kom og kíkti á gluggann og spurði hvort hann mætti koma að dansa með okkur.
Lesa meira

Jólakaffi

Ein hefð í Skýjaborg er að bjóða foreldrum og öðrum nærkomnum börnunum í jólakaffi.Þetta er róleg samverustund að morgni þar sem boðið er upp á morgunmat; brauð, álegg, heimabakaðar smákökur, kaffi, mjólk og heitt súkkulaði.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tónlistar

Börn og starfsfólk kom saman á Regnboganum kl.11:05 á þjóðarsamsöng v.Dags íslenskrar tónlistar.Hlustað var á lögin, þeir sungu sem kunnu textana og við lokalagið, Gefðu allt sem þú átt, var einnig dansað.
Lesa meira

Jólaljósin tendruð

Í dag var okkur boðið yfir í Stjórnsýsluhúsið að tendra jólaljósin á jólatrénu.Við sungum nokkur jólalög og dönsuðum í kringum jólatréð.Að því loknu var okkur boðið inn í kleinur og svala.
Lesa meira

Desember genginn í garð

Þá er desember genginn í garð.Fullveldisdagurinn í dag og við flögguðum.Við leggjum upp með rólegan desember með góðum leik úti og inni, tónlist og föndri.Nýr matseðill og mánaðardagatal desembermánaðar er komið inn.
Lesa meira

Smákökubakstur

Í morgun er búin að vera heilmikil smákökuframleiðsla hér í Skýjaborg og ilmar húsið nú af nýbökuðum smákökum.Börnin á Regnboganum gerðu piparkökur í mörgum stærðum og börnin á Dropanum gerðu súkkulaðibitakökur.
Lesa meira

Leiksýning - Strákurinn sem týndi jólunum

Í morgun mættu tveir flottir leikarar til okkar í Skýjaborg frá leikhópnum Vinir og sýndu leiksýninguna Strákurinn sem týndi jólunum.1.bekkur kom og naut sýningarinnar með okkur.
Lesa meira

Dagur íslenkrar tungu

Í gær var dagur íslenskrar tungu.Við byrjuðum daginn á því fyrir morgunmat og drífa okkur út að flagga.Leikskólastjórinn fékk fullt af frábærum litlum höndum til aðstoðar.
Lesa meira

Rithöfundurinn Ævar Þór í heimsókn

Í dag kom rithöfundurinn og leikarinn Ævar Þór (Ævar vísindamaður) í heimsókn til okkar í Skýjaborg og las upp úr bók sinni "Þitt eigið ævintýri".Börn 2-5 ára sátu og hlustu af mikilli athygli og tóku virkan þátt í sögunni.
Lesa meira