29.05.2018
Á dögunum vorum við með rýmingaræfingu með börnunum.Slökkviliðsstjórinn, Þráinn, kom og fylgdist með.Allir stóðu sig rosalega vel.Engin hræðsla á börnum.Daginn eftir fór brunabjallan aftur í gang vegna brauðristar og voru börnin fljót að bregðast við og ætluðu að drífa sig út.
Lesa meira
29.05.2018
23.maí fórum við í okkar árlegu ferð að Bjarteyjarsandi með börn 3 ára og eldri.Ferðin tókst mjög vel.Við sáum lömb, kiðlinga, kanínur og kanínuunga, grísi og þeir sem fóru í fjöruna skoðuðu meðal annars krossfiska og krabba.
Lesa meira
29.05.2018
Í dag fór útskriftarhópurinn okkar í útskriftarferðina sína á Akranes.Þau fóru í skógræktina, bókasafnið, fengu pizzaveislu á galito og fóru á Langasand.Mögnuð ferð og allir glaðir.
Lesa meira
22.05.2018
Komið er að okkar árlegu vorsýningu sem við setjum upp í Stjórnsýsluhúsinu.Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 24.maí næstkomandi kl.10:15.Öllum er velkomið að mæta á opnunarhátíðina okkar.
Lesa meira
17.05.2018
Þann 16.maí útskrifuðum við átta flott börn sem ætla að hefja grunnskólagöngu sína í Heiðarskóla í haust.Þetta var notaleg stund og skein stolt og gleði af börnum og fjölskyldum þeirra.
Lesa meira
14.05.2018
Börnin á Regnboganum eru að gera tilraun þessa dagana og fylgjast með hvernig nokkrir hlutir rotna.Þetta er liður í grænfánaverkefninu okkar að gera börnin meðvituð um úrgang, hvað verður um það sem við hendum í ruslið.
Lesa meira
27.04.2018
Á vorin hafa börnin á Regnboganum sáð fyrir sumarblómum.Í dag var loksins priklað og plöntunum gefin meiri mold.Þegar hlýnar og plönturnar hafa stækkað meira setjum við þær út í garðinn okkar.
Lesa meira
26.04.2018
Á degi umhverfisins í gær þann 25.apríl skelltu allir sér út að fegra umhverfið í kringum leikskólann og tína rusl.1-3 ára börnin héldu sig í nálægð leikskólans og tíndu en 3-6 ára börnin fóru um hverfið og út í móa.
Lesa meira
06.04.2018
Nú í apríl verður unnið að svokölluðu ytra mati á okkar leikskóla.Það felst meðal annars í því að matsaðilar frá Menntamálastofnun munu dvelja hér í leikskólanum dagana 25.
Lesa meira
23.02.2018
Í dag fögnuðum við konudeginum sem var síðastliðinn sunnudag.Við buðum öllum konum í lífi barnanna til okkar í morgunkaffi.Allt gekk mjög vel og áttum við notalega stund saman í morgunsárið.
Lesa meira