Fréttir af Skýjaborg

Við eigum afmæli í dag....

Það er búið að vera líf og fjör í leikskólanum í dag.Við fengum fullt af frábærum gestum í heimsókn í morgun.Takk kærlega fyrir komuna allir.Svo héldum við út í skrúðgöngu þar sem sungið var, veifað heimagerðum fánum og spilað á hljóðfæri.
Lesa meira

Jólaleikrit og jólatré

Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur í morgun í Skýjaborg með 1.bekk með okkur.Við fengum Þórdísi Arnljótsdóttur leikara til okkar með Leikhús í tösku og sýndi hún leikritið Grýla og jólasveinarnir.
Lesa meira

Náttfata- og bangsadagur

Við í Skýjaborg gerðum okkur glaðan dag í dag og höfðum náttfatadag og leyfðum böngsum að heimsækja leikskólann.Við höfðum stórskemmtilegt ball eftir morgunverðinn þar sem dansað var og sungið og auðvitað fengu bangsarnir að vera með.
Lesa meira

Dagu íslenskrar tungu

Við fögnuðum degi íslenskrar tungu með því að syngja saman Að gæta hennar gildi hér og nú (Á íslensku má alltaf finna svar) og lærðum þuluna Buxur, vesti, brók og skór.
Lesa meira

Rafmagnslaus dagur

Í dag er rafmagnslaus dagur hjá okkur.Við tengjum þennan dag við grænfánaverkefnið, en með rafmagnslausum degi viljum við vekja athygli á orkunotkun og hvernig við getum sparað þessa auðlind.
Lesa meira

Grænfáninn

Í vikunni fengum við grænfánaskjöld sem festur hefur verið á skólann, en óskuðum við eftir að fá skjöld í stað fána þar sem fáninn á það til að rifna fljótt í veðrum og vindum.
Lesa meira

1/2 starfsdagur

Vakin er athygli á því að á morgun föstudaginn 14.október er hálfur starfsdagur í Skýjaborg.Þá þarf að vera búið að sækja börnin fyrir kl.12:00. .
Lesa meira

Hetjur í rokinu og rigningunni

Þrátt fyrir rok og rigningu skelltu allir sér í viðeigandi útiföt og hlupu út og fundu sér eitthvað skemmtilegt að gera líkt og alla aðra daga.Yngri deildin hélt sér á bakvið hús þar sem meira skjól er fyrir litlar og valtar fætur.
Lesa meira

Starfsdagur föstudaginn 16. september

Við minnum á að það er starfsdagur á morgun, föstudag, 16.september og því verður leikskólinn lokaður. .
Lesa meira

Dagur læsis

Í tilefni að Degi læsis í dag sömdu börnin á Regnboganum ljóð í hópunum sínum.Börnin í elsta árgangi (stafahópur) sömdu eftirfarandi ljóð:  Á haustin Förum á leynistaðinn.
Lesa meira