06.10.2015
Í morgun var fyrsti fundur nýrrar umhverfisnefndar í leikskólanum.Umhverfisnefnd leikskólans skipa elsti hópur (stjörnuhópur), hópstjórinn þeirra Magga Sigga og Þórdís sem fer með verkefnisstjórn með umhverfisverkefni leikskólans.
Lesa meira
16.09.2015
Í dag, á degi náttúrunnar, fóru börnin í leikskólanum í góða gönguferð í Melahverfinu.Eldri börnin gengu stóran hring í kringum hverfið, gerðu jógaæfingar í hundraðekru skógi, dönsuðu Hókí Pókí, hlustuðu eftir álfum í Álfasteini og bjuggu til álfabörn úr steinum.
Lesa meira
26.08.2015
Nú eru sólberin á flottu berjarunnunum okkar að verða tilbúin til átu.Elstu börnin fengu að hjálpa Hjöltu að týna þau og síðan gerði Hjalta dýrindis sólberjasultu úr þeim.
Lesa meira
19.08.2015
Í dag tókum við fram pappírsgerðaráhöldin okkar og skelltum okkur í pappírsgerð í útiverunni.Það er ótrúlega skemmtilegt að gera pappír og þá ekki síst gaman að sulla í pappírsmaukinu sem við gerum.
Lesa meira
05.08.2015
Fyrsti starfsdagur skólaársins verður mánudaginn 17.ágúst.Þann dag er leikskólinn lokaður. .
Lesa meira
03.07.2015
Í dag er síðasti opnunardagur leikskólans fyrir sumarleyfi.Leikskólinn opnar aftur miðvikudaginn 5.ágúst.Við þökkum fyrir frábæran vetur og óskum öllum gleðilegs sumars :).
Lesa meira
03.06.2015
Í morgun fóru börn og starfsfólk í leikskólanum fylktu liði út í stjórnsýsluhús og opnuðu sýninguna ,,Bangsímon og hundraðekruskógurinn hans".Á sýningunni má sjá afrakstur verkefna sem unnin hafa verið í vetur í tengslum við Nordplus verkefni leikskólans þar sem unnið er að útinámi og hreyfingu með hugmyndafræði Bangsímon að leiðarljósi.
Lesa meira
27.05.2015
Í dag fóru börnin í Hundahóp í útskriftarferð með Möggu Siggu og Sigurbjörgu.Ferðinni var heitið á Akranes þar sem byrjað var á að leika í skógræktinni.Í leiðinni á Langasand var komið við á byggðasafninu og flottu bátarnir sem þar eru skoðaðir.
Lesa meira
26.05.2015
Á föstudaginn fórum við í sveitaferð inn að Bjarteyjarsandi þar sem við heimsóttum lömbin, kindurnar, hestana, kanínurnar, geiturnar, kalkúnana, hænurnar og hundana.Veðrið lék við okkur þennan dag og dvöldum við lengi í fjörunni og á leikvellinum.
Lesa meira
18.05.2015
Á föstudaginn var útskriftarathöfn í leikskólanum fyrir börnin sem hefja grunnskólagöngu sína í haust.Við athöfnina fengu þau afhentar ferilmöppur sínar sem þau hafa safnað minningum og verkum frá því þau hófu leikskólagöngu og fengu síðan að gjöf birkitré frá leikskólanum.
Lesa meira