Fréttir af Skýjaborg

Börnin búa til fóður handa smáfuglunum

Í kuldatíðinni er mikilvægt að huga að smádýrunum sem eiga erfitt með að finna eitthvað matarkyns í snjónum.Við höfum verið dugleg að fóðra smáfuglana og hafa börnin ýmsar hugmyndir um það hvernig best sé að standa að því.
Lesa meira

Dagur leikskólans

Í dag er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins til að halda upp á það að þann 6.febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.
Lesa meira

Þorrablót í leikskólanum

Í dag héldum við þorrablót í leikskólanum.Við hófum daginn á samsöng þar sem við sungum þorralög og allir voru með víkingahjálmana sína.Í hádeginu var boðið upp á hefðbundinn þorramat, súran og góðan :).
Lesa meira

Starfsdagar leikskóla

Leikskólinn er lokaður vegna starfsdaga mánudaginn 9.og þriðjudaginn 10.febrúar.
Lesa meira

Tannverndarvika

Nú er að hefjast árleg tannverndarvika og munum við vinna ýmis verkefni tengd tannvernd og fræðslu um tennur með börnunum.Í ár er tannverndarvikan helguð umræðu um sykurmag í mat og ætlum við að fara í skoðun á því hvort of mikill sykur leynist í því sem við bjóðum upp á.
Lesa meira

Þorrablót

Á fimmtudaginn, 5.febrúar, munum við blóta Þorra í leikskólanum og sláum upp þorrablótsveislu í hádeginu.Börnin hafa undanfarið verið að undirbúa blótið með því að búa til víkingahjálma og æfa þorralög.
Lesa meira

Kallakaffi á föstudaginn

Á föstudaginn fögnum við upphafi þorra og bjóðum eins og hefð er öllum körlum í kallakaffi milli kl.14:30 og 16.Allir pabbar, bræður, afar, frændur og vinir velkomnir að kíkja til okkar.
Lesa meira

Jólakveðja

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár.Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem komið hafa að starfi leikskólans fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Jólaljósin kveikt á jólatré í Melahverfi

Á föstudaginn fóru börnin í leikskólanum og hjálpuðu til við að kveikja jólaljósin á jólatrénu við stjórnsýsluhúsið.Við notuðum auðvitað tækifærið og dönsuðum í kringum jólatréð og kíktum við á skrifstofunni í svala og piparkökur.
Lesa meira

Heimsókn frá Skyrgámi

Í dag héldum við skemmtilegt jólaball í leikskólanum og vorum svo heppin að hann Skyrgámur var einmitt á ferð í nágrenninu og kíkti í heimsókn.Það gekk heldur brösulega hjá honum að komast inn en börnin hjálpuðu honum að finna dyrnar og fékk hann að dansa með okkur í kringum jólatréð, sagði okkur skemmtilegar sögur og gaf öllum mandarínu úr pokanum sínum.
Lesa meira