Fréttir af Skýjaborg

Skemmtilegt útinám

Við erum svo sannarlega búin að njóta góða veðursins þessa vikuna.Útinámið er búið að vera einstaklega skemmtilegt og eru börnin búin að fara í nokkra göngutúra og vettvangsferðir í vikunni, ýmist í litlum eða stórum hópum.
Lesa meira

Páskafrí

Börn og starfsfólk hafa haft það notalegt í vikunni hjá okkur og höfum við notið veðurblíðunnar í dag og rigningarinnar síðustu daga.Við óskum ykkur gleðilegra páska og sjáumst aftur á þriðjudaginn.
Lesa meira

Opið hús fyrir eldri borgara

Í gær buðum við eldri borgurum í sveitinni á opið hús í leikskólanum frá 14:00-16:00.Það var góð mæting og mættu rúmlega 20 manns til okkar.Í upphafi var Eyrún sviðsstjóri með smá tölu og sagði frá skólastarfinu.
Lesa meira

Konukaffi

Í tilefni konudagsins sem er á sunnudaginn buðu börnin í Skýjaborg öllum konum í lífi sínu í morgunkaffi á milli 8:30 og 9:30 í morgun.Það var vel mætt og þökkum við öllum sem gáfu sér tíma til að koma í heimsókn fyrir komuna.
Lesa meira

Dagur leikskólans og Þorrablót

Í dag héldum við upp á Dag leikskólans sem er á laugardaginn.6.febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök.Við fórum í göngutúr/skrúðgöngu um hverfið, sungum nokkur lög á leiðinni og Sigurbjörg spilaði á trommu.
Lesa meira

Munum eftir smáfuglunum

Í morgun bjuggum við til fuglafóður handa smáfuglunum sem heimsækja okkur hér á leikskólalóðina.Við höfum undanfarna daga safnað brauð- og kexafgöngum, fræjum og eplabitum sem við hrærðum saman við tólg.
Lesa meira

Kallakaffi / bóndadagur 2016

Í dag buðu börnin öllum pöbbum, öfum, frændum og/eða bræðrum í morgunkaffi í tilefni bóndadagsins.Við þökkum þeim fjölmörgu sem kíktu við hjá okkur.Myndir eru komnar á myndasíðu.
Lesa meira

,,Hann á afmæli hann Bangsímon"

Í dag fögnum við því að Bangsímon vinur okkar á afmæli.Við héldum veislu honum, og öðrum afmælisbörnum mánaðarins til heiðurs.Við bökuðum köku, blésum í blöðrur og sungum saman í tilefni dagsins.
Lesa meira

Jólakveðja frá Skýjaborg

Við óskum öllum velunnurum leikskólans gleðilegra jóla og þökkum fyrir frábært samstarf á árinu sem er að líða.Við minnum á að leikskólinn er lokaður vegna starfsdags mánudaginn 4.
Lesa meira

Bleikur dagur og starfsdagur

Á morgun, fimmtudag, ætlum við að hafa bleikan dag í leikskólanum og mega þeir sem vilja koma í einhverju bleiku.Á föstudaginn er leikskólinn lokaður vegna starfsdags kennara.
Lesa meira