19.01.2015
Á föstudaginn fögnum við upphafi þorra og bjóðum eins og hefð er öllum körlum í kallakaffi milli kl.14:30 og 16.Allir pabbar, bræður, afar, frændur og vinir velkomnir að kíkja til okkar.
Lesa meira
23.12.2014
Okkar bestu óskir um gleðileg jól og gott og farsælt komandi ár.Þökkum öllum þeim fjölmörgu sem komið hafa að starfi leikskólans fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða.
Lesa meira
15.12.2014
Á föstudaginn fóru börnin í leikskólanum og hjálpuðu til við að kveikja jólaljósin á jólatrénu við stjórnsýsluhúsið.Við notuðum auðvitað tækifærið og dönsuðum í kringum jólatréð og kíktum við á skrifstofunni í svala og piparkökur.
Lesa meira
09.12.2014
Í dag héldum við skemmtilegt jólaball í leikskólanum og vorum svo heppin að hann Skyrgámur var einmitt á ferð í nágrenninu og kíkti í heimsókn.Það gekk heldur brösulega hjá honum að komast inn en börnin hjálpuðu honum að finna dyrnar og fékk hann að dansa með okkur í kringum jólatréð, sagði okkur skemmtilegar sögur og gaf öllum mandarínu úr pokanum sínum.
Lesa meira
04.12.2014
Í morgun buðu börn og starfsfólk foreldrum og fjölskyldum barnanna í aðventukaffi í leikskólann.Margir heilsuðu upp á okkur og áttu með okkur notalega samverustund.Við þökkum þeim sem komu kærlega fyrir komuna, það var sérstaklega gaman að fá ykkur í heimsókn.
Lesa meira
27.11.2014
Í dag og í gær hafa börnin verið að baka piparkökur og skreyta þær fyrir jólin. Dugnaðurinn er þvílíkur í bökurunum að starfsfólk hefur varla undan að setja á plöturnar.
Lesa meira
24.11.2014
Í dag kom leikkonan Þórdís Arnljótsdóttir með leiksýninguna sína um Grýlu og jólasveinana til okkar.Leikritið segir frá stúlku sem fer að heiman og hittir gamla konu sem segir henni frá Grýlu og drengjunum hennar, jólasveinunum, og ævintýrum sem þeir lenda í.
Lesa meira
12.11.2014
Opnuð hefur verið heimasíða þar sem verkefnum Nordplussamstarfsins sem leikskólinn tekur þátt í eru gerð skil.Vefsíðan er aðgengileg á slóðinni http://winnieandwood.
Lesa meira
11.11.2014
Á fimmtudaginn er furðufatadagur í leikskólanum.Allir sem vilja mega koma í furðufötum, búning, náttfötum eða venjulegum fötum. Þennan dag er einnig sameiginlegt afmæli fyrir afmælisbörn nóvembermánaðar.
Lesa meira
06.11.2014
Í gær fengu litlu hvolparnir hennar Báru að kíkja í heimsókn í leikskólann í smá stund.Börnin hafa fylgst spennt með uppeldi hvolpanna frá því þeir fæddust og farið í margar heimsóknir til þeirra.
Lesa meira