23.12.2016
Leikskólinn er lokaður mánudaginn 26.desember, en opinn aðra virka daga.Opnum svo aftur 2.janúar og vekjum við athygli á því að það er enginn starfsdagur í janúar.
Eigið gleðileg jól!
.
Lesa meira
14.12.2016
Við héldum litlu jólin okkar í morgun.Það var sungið og dansað í kringum jólatréð.Jólasveinninn kjötkrókur mætti í heimsókn, söng og dansaði með okkur, sýndi okkur smá töfrabrögð og gaf okkur mandarínur.
Lesa meira
14.12.2016
Hvalfjarðarsveit gaf okkur tvö jafnvægishjól í 20 ára afmælisgjöf.Hjólin komu fyrir hádegi í dag og biðu börnin spennt eftir að komast út að leika að prófa nýju hjólin.
Lesa meira
08.12.2016
Það er búið að vera líf og fjör í leikskólanum í dag.Við fengum fullt af frábærum gestum í heimsókn í morgun.Takk kærlega fyrir komuna allir.Svo héldum við út í skrúðgöngu þar sem sungið var, veifað heimagerðum fánum og spilað á hljóðfæri.
Lesa meira
01.12.2016
Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur í morgun í Skýjaborg með 1.bekk með okkur.Við fengum Þórdísi Arnljótsdóttur leikara til okkar með Leikhús í tösku og sýndi hún leikritið Grýla og jólasveinarnir.
Lesa meira
25.11.2016
Við í Skýjaborg gerðum okkur glaðan dag í dag og höfðum náttfatadag og leyfðum böngsum að heimsækja leikskólann.Við höfðum stórskemmtilegt ball eftir morgunverðinn þar sem dansað var og sungið og auðvitað fengu bangsarnir að vera með.
Lesa meira
16.11.2016
Við fögnuðum degi íslenskrar tungu með því að syngja saman Að gæta hennar gildi hér og nú (Á íslensku má alltaf finna svar) og lærðum þuluna Buxur, vesti, brók og skór.
Lesa meira
11.11.2016
Í dag er rafmagnslaus dagur hjá okkur.Við tengjum þennan dag við grænfánaverkefnið, en með rafmagnslausum degi viljum við vekja athygli á orkunotkun og hvernig við getum sparað þessa auðlind.
Lesa meira
03.11.2016
Í vikunni fengum við grænfánaskjöld sem festur hefur verið á skólann, en óskuðum við eftir að fá skjöld í stað fána þar sem fáninn á það til að rifna fljótt í veðrum og vindum.
Lesa meira
13.10.2016
Vakin er athygli á því að á morgun föstudaginn 14.október er hálfur starfsdagur í Skýjaborg.Þá þarf að vera búið að sækja börnin fyrir kl.12:00. .
Lesa meira