05.02.2020
Í tilefni að "Degi leikskólans"bjóðum við gestum og gangandi að kíkja í heimsókn frá 9:00-10:30.
Lesa meira
03.02.2020
Á föstudaginn var rafmagnslaus dagur hjá okkur. Þann dag reynum við að takmarka eins og við getum notkun rafmagns. Við höfum ljósin slökkt og fáum mat sem er ekki eldaður í ofni. Börnum var boðið að koma með vasaljós þar sem ansi dimmt er úti langt fram eftir morgni þessa dagana. Mikil gleði var í vasaljósaleik að morgni. Morgunmaturinn var borðaður við kertaljós sem bjó til kósý stemningu.
Lesa meira
28.01.2020
Á föstudaginn héldum við upp á þorrann og höfðum þorrablót í hádeginu. Börn og starfsfólk var kvatt til að mæta í lopapeysum og settir voru upp víkingahjálmar sem búnir voru til. Boðið var upp á hangikjöt, rófur, gulrætur, kartöflur, jafning, súrmat, hákarl, sviðasultu og svið. Börnunum fannst sviðin spennandi, skoðuðu tunguna, tennurnar og fl. Eins og skiljanlegt er voru þau misdugleg að smakka, sumum þykir hákarlinn góður á meðan öðrum fannst nóg að þefa smá.
Lesa meira
28.01.2020
Á bóndadaginn er hefð fyrir því að bjóða öllum körlum í lífi barnanna í morgunkaffi og ekki var breyting þar á nú í ár. Mæting var góð og mátti sjá pabba, afa og börn eiga góðir stundir saman í leik og spjalli. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.
Lesa meira