19.05.2020
Elsti árgangurinn var útskrifaður með formlegri athöfn fimmtudaginn 14. maí, en með breyttu sniði þetta árið v/COVID-19 og gátu foreldra því ekki verið viðstaddir. Útskriftarbörnin fengu birkiplöntu að gjöf frá leikskólanum. Útskriftardagurinn var yndislegur það var hátíðarmatur í hádeginu og svo eftir útskriftina fékk hópurinn möffinskökur, allir ánægðir með daginn.
Lesa meira
05.03.2020
Það var viðburðarík vika hjá okkur í Skýjaborg í síðustu viku. Bolludagur var á mánudaginn með fiskibollum, rjómabollum. Mörg börnin útbjuggu bolluvönd. Sprengidagur var á þriðjudaginn með saltkjöti og baunasúpu. Öskudagur var á miðvikudaginn þar sem allir mættu í náttfötum eða búningi. "Poppið" var slegin úr tunnunni, haldið var ball, borðað popp og fleira skemmtilegt. Það var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér vel þennan dag.
Lesa meira
24.02.2020
Á konudaginn er hefð fyrir því að bjóða öllum konum í lífi barnanna í morgunkaffi og ekki var breyting þar á nú í ár. Mæting var góð og mátti sjá mömmur, ömmur og börn eiga góðir stundir saman í leik og spjalli. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.
Lesa meira
24.02.2020
Í janúar/febrúar ár hvert útbúa börnin á regnboganum fuglafóður og gefa út. Það hefur svo sannarlega verið þörf á því núna þar sem óvenju snjóþungt hefur verið. Fuglarnir hafa látið sjá sig og borðað vel. Við hvetjum fólk til að gefa smáfuglunum einnig heima!
Lesa meira
05.02.2020
Í tilefni að "Degi leikskólans"bjóðum við gestum og gangandi að kíkja í heimsókn frá 9:00-10:30.
Lesa meira
03.02.2020
Á föstudaginn var rafmagnslaus dagur hjá okkur. Þann dag reynum við að takmarka eins og við getum notkun rafmagns. Við höfum ljósin slökkt og fáum mat sem er ekki eldaður í ofni. Börnum var boðið að koma með vasaljós þar sem ansi dimmt er úti langt fram eftir morgni þessa dagana. Mikil gleði var í vasaljósaleik að morgni. Morgunmaturinn var borðaður við kertaljós sem bjó til kósý stemningu.
Lesa meira
28.01.2020
Á föstudaginn héldum við upp á þorrann og höfðum þorrablót í hádeginu. Börn og starfsfólk var kvatt til að mæta í lopapeysum og settir voru upp víkingahjálmar sem búnir voru til. Boðið var upp á hangikjöt, rófur, gulrætur, kartöflur, jafning, súrmat, hákarl, sviðasultu og svið. Börnunum fannst sviðin spennandi, skoðuðu tunguna, tennurnar og fl. Eins og skiljanlegt er voru þau misdugleg að smakka, sumum þykir hákarlinn góður á meðan öðrum fannst nóg að þefa smá.
Lesa meira
28.01.2020
Á bóndadaginn er hefð fyrir því að bjóða öllum körlum í lífi barnanna í morgunkaffi og ekki var breyting þar á nú í ár. Mæting var góð og mátti sjá pabba, afa og börn eiga góðir stundir saman í leik og spjalli. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna.
Lesa meira