Fréttir af Skýjaborg

Leikskólakennari óskast

      Leikskólakennari óskast   Vegna aukins barnafjölda vantar leikskólakennara til starfa í leikskólann Skýjaborg í Hvalfjarðarsveit.Um tímabundna ráðningu er að ræða þ.
Lesa meira

Dagur leikskólans 2017

Á mánudaginn í síðustu viku, þann 6.febrúar, héldum við upp á Dag leikskólans.Við skelltum okkur öll saman út, drógum íslenska fánan á hún og fórum í göngutúr um hverfið.
Lesa meira

Þorrinn byrjaður

Í dag er bóndadagur og höfum við myndað okkur skemmtilega hefð að bjóða öllum körlum í lífi barnanna í karlakaffi.Við áttum góðan morgun saman með kaffibolla og brauðsneið í hönd.
Lesa meira

Dótadagur

Á fimmtudaginn var buðum við upp á innidótadag.En börn á Regnboganum höfðu óskað eftir dótadegi á haustmánuðum við skólastjóra og auðvitað reynum við að uppfylla óskir barnanna.
Lesa meira

Jólakveðja frá Skýjaborg

Leikskólinn er lokaður mánudaginn 26.desember, en opinn aðra virka daga.Opnum svo aftur 2.janúar og vekjum við athygli á því að það er enginn starfsdagur í janúar.  Eigið gleðileg jól!   .
Lesa meira

Litlu jólin 14. des 2016

Við héldum litlu jólin okkar í morgun.Það var sungið og dansað í kringum jólatréð.Jólasveinninn kjötkrókur mætti í heimsókn, söng og dansaði með okkur, sýndi okkur smá töfrabrögð og gaf okkur mandarínur.
Lesa meira

Afmælisgjöf

Hvalfjarðarsveit gaf okkur tvö jafnvægishjól í 20 ára afmælisgjöf.Hjólin komu fyrir hádegi í dag og biðu börnin spennt eftir að komast út að leika að prófa nýju hjólin.
Lesa meira

Við eigum afmæli í dag....

Það er búið að vera líf og fjör í leikskólanum í dag.Við fengum fullt af frábærum gestum í heimsókn í morgun.Takk kærlega fyrir komuna allir.Svo héldum við út í skrúðgöngu þar sem sungið var, veifað heimagerðum fánum og spilað á hljóðfæri.
Lesa meira

Jólaleikrit og jólatré

Það hefur verið mikið um að vera hjá okkur í morgun í Skýjaborg með 1.bekk með okkur.Við fengum Þórdísi Arnljótsdóttur leikara til okkar með Leikhús í tösku og sýndi hún leikritið Grýla og jólasveinarnir.
Lesa meira

Náttfata- og bangsadagur

Við í Skýjaborg gerðum okkur glaðan dag í dag og höfðum náttfatadag og leyfðum böngsum að heimsækja leikskólann.Við höfðum stórskemmtilegt ball eftir morgunverðinn þar sem dansað var og sungið og auðvitað fengu bangsarnir að vera með.
Lesa meira