21.05.2021
Fimmtudaginn 27. maí nk. kl. 14:30-16:30
Lesa meira
22.03.2021
Í dag kom 3. bekkur í heimsókn til okkar í Skýjaborg. Þau kíktu á báðar deildar og lásu fyrir börnin. Þetta er hluti af skólasamstarfi Heiðarskóla og Skýjaborgar og var planið að fá þau í heimsókn í kringum Dag íslenskrar tungu 16. nóvember. En var því frestað vegna heimsfaraldurs. Þau stóðu sig ótrúlega vel. Þau lásu tvö og tvö saman eina bók og sumir lásu bókina fyrir fleiri en einn hóp. Takk kærlega fyrir okkur.
Lesa meira
19.02.2021
Haustið 2018 var Skýjaborg boðin þátttaka í Erasmus+ verkefni á vegum Landverndar ásamt leik- og grunnskólum víðsvegar af landinu. Verkefnin tengjast lífbreytileika sem hægt er að útskýra sem líffræðilega fjölbreytni og tekur þannig til fjölbreytileika allra lífverutegunda jarðarinnar, þ.e. plantna, dýra, sveppa og örvera. Á undanförnum árum hefur verið árleg vinna hér í Skýjaborg í kringum ræktun sumarblóma og annarra nytjaplantna ásamt því að útbúa fuglafóður og fóðra smáfugla yfir veturinn. Skólinn var því vel í stakk búin til að vinna verkefnið með Landvernd og þáði boð Landverndar. Tengiliðir verkefnisins voru Sigurbjörg og Eyrún/Guðmunda.
Verkefnið stóð yfir á árunum 2018-2020. Í verkefninu tóku fjöldi leik- og grunnskóla þátt frá Íslandi, Eistlandi, Lettlandi og Slóveníu. Unnið var með lífbreytileika á ýmsan hátt, skólarnir útbjuggu verkefni tengd lífbreytileika og sumir einnig snjalltækjum og svo voru verkefnin prófuð í löndunum fjórum. Tengiliðir leikskólans tóku þátt vinnusmiðjum í júní 2019 hér á Íslandi og þá tókum við meðal annars á móti hópnum hér í Skýjaborg og kynntum leikskólann okkar. Einnig fóru tengiliðir til Slóveníu í október 2019 og tóku þátt í vinnusmiðjum þar.
Lesa meira