Fréttir af Skýjaborg

Bóndadagur - Þorrablót og kallakaffi

Til hamingju með daginn kæru bændur landsins.  Við í leikskólanum Skýjaborg tókum vel á móti þorranum.Í morgun á milli 8:30 og 10:00 buðum við öllum karlmönnum í lífi barnanna velkomna í morgunkaffi til okkar.
Lesa meira

Dótadagur

Í gær brutum við upp hversdaginn og höfðum dótadag, þar sem börnin máttu koma með dót að heiman.Reglulega er starfsfólk spurt um dótadag og reynum við að vera við þeirri ósk einu sinni á ári.
Lesa meira

Jólakveðja frá Skýjaborg

Við óskum öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á nýju ári.  Við þökkum samstarfið og samverustundir á árinu sem er að líða.  Jólakveðja  Starfsfólk Skýjaborgar .
Lesa meira

Litlu jólin

Í gær, miðvikudaginn 13.des, héldum við litlu jólin hér í Skýjaborg.Það var rauður dagur og einnig mátti mæta í fínni fötum.Við dönsuðum í kringum jólatréð og Gluggagæjir jólasveinn kom og kíkti á gluggann og spurði hvort hann mætti koma að dansa með okkur.
Lesa meira

Jólakaffi

Ein hefð í Skýjaborg er að bjóða foreldrum og öðrum nærkomnum börnunum í jólakaffi.Þetta er róleg samverustund að morgni þar sem boðið er upp á morgunmat; brauð, álegg, heimabakaðar smákökur, kaffi, mjólk og heitt súkkulaði.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tónlistar

Börn og starfsfólk kom saman á Regnboganum kl.11:05 á þjóðarsamsöng v.Dags íslenskrar tónlistar.Hlustað var á lögin, þeir sungu sem kunnu textana og við lokalagið, Gefðu allt sem þú átt, var einnig dansað.
Lesa meira

Jólaljósin tendruð

Í dag var okkur boðið yfir í Stjórnsýsluhúsið að tendra jólaljósin á jólatrénu.Við sungum nokkur jólalög og dönsuðum í kringum jólatréð.Að því loknu var okkur boðið inn í kleinur og svala.
Lesa meira

Desember genginn í garð

Þá er desember genginn í garð.Fullveldisdagurinn í dag og við flögguðum.Við leggjum upp með rólegan desember með góðum leik úti og inni, tónlist og föndri.Nýr matseðill og mánaðardagatal desembermánaðar er komið inn.
Lesa meira

Smákökubakstur

Í morgun er búin að vera heilmikil smákökuframleiðsla hér í Skýjaborg og ilmar húsið nú af nýbökuðum smákökum.Börnin á Regnboganum gerðu piparkökur í mörgum stærðum og börnin á Dropanum gerðu súkkulaðibitakökur.
Lesa meira

Leiksýning - Strákurinn sem týndi jólunum

Í morgun mættu tveir flottir leikarar til okkar í Skýjaborg frá leikhópnum Vinir og sýndu leiksýninguna Strákurinn sem týndi jólunum.1.bekkur kom og naut sýningarinnar með okkur.
Lesa meira