Fréttir af Heiðarskóla

Þemavika

Nú er nýafstaðin vel heppnuð þemavika sem tengist grænfánavinnu skólans.Að þessu sinni var yfirskriftin Lýðheilsa eða "Heilsa yfir höfuð" eins og börnin í umhverfisnefnd vildu nefna þemað.
Lesa meira

Barnamenningarhátíð

Í dag fengu nemendur á miðstigi góðan gest í heimsókn í tengslum við Barnamenningarhátíð.Áslaug Jónsdóttir, rithöfundur, uppalin í Melaleiti í Melasveit, hitti nemendur og sagði þeim frá bókunum sínum.
Lesa meira

Samræmd könnunarpróf

Nemendur í 7.bekk þreyttu samræmd könnunarpróf í íslensku og stærðfræði í síðustu viku og nemendur í 4.bekk tóku íslenskupróf í gær og stærðfræðipróf í dag.
Lesa meira

Samstarf í 1. og 10. bekk

Í starfsáætlun skólans kemur fram að samstarf sé á milli nemenda í 1.og 10.bekk.S.l.föstudag hófst þetta samstarf þegar nemendur í 1.og 2.bekk buðu nemendum í 10.bekk í skemmtilega stöðvavinnu.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru

Í dag héldum við upp á Dag íslenskrar náttúru.Skólastarfið fór fram í Brynjudal í blíðskaparveðri.Börnin fóru á þrjár stöðvar, unnu verkefni sem tengdust náttúrunni og léku sér í skóginum.
Lesa meira

List fyrir alla

Í dag fengum við góða gesti.Hljómsveitin Milkywhale kom og spilaði nokkur lög fyrir nemendur skólans.Hljómsveitin er á ferð um landið á vegum "List fyrir alla". Milkywhale er danshljómsveit skipuð danshöfundinum og söngkonunni Melkorku Sigríði Magnúsdótttur og tónlistarmanninum Árna Rúnari Hlöðverssyni (FM Belfast, Prins Póló).
Lesa meira

Dagur læsis og bókasafnsdagurinn

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis.Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965.Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að lesa upp, segja sögur, fara með ljóð eða á annan hátt nota tungumálið til ánægjulegra samskipta.
Lesa meira

Frístund

Í vetur verður boðið upp á frístund fyrir nemendur í 1.- 4 bekk mánudaga til fimmtudaga frá kl.14:30 - 16:30 á hefðbundnum nemendadögum samkvæmt skóladagatali.Um tilraunaverkefni er að ræða sem verður endurskoðað um áramót.
Lesa meira

Haustferðadagur miðstigs

Á haustferðadeginum 24.ágúst fóru nemendur miðstigs í Skorradal ásamt nokkrum kennurum.Fyrst var farið í starfsstöð Skógræktar ríkisins að Hvammi.Þar tók aðstoðarskógarvörðurinn Jón Auðunn á móti hópnum, sagði aðeins frá starfseminni og leiddi hann svo í gegnum Stálpastaðaskóg.
Lesa meira

Fyrirlestur um góð samskipti

Í dag fengum við góða fyrirlesta um jákvæð samskipti og hvernig hver og einn getur valið að vera jákvæður leiðtogi, hjálpað  öðrum og látið gott af sér leiða.
Lesa meira