23.05.2017
Í dag fór skólastarfið fram í Álfholtsskógi á svokölluðum survivordegi.Nemendum skólans var skipt í 8 aldursblandaða hópa.Hver hópur valdi sér nafn; Lóan, Sveppirnir 17, Álfurinn Jónas, Maríubjöllur, Hrafnarnir og Sniglarnir.
Lesa meira
22.05.2017
Nemendum okkar í 3.og 4.bekk var á dögunum boðið að koma í heimsókn að Leirárgörðum.Börnin hjóluðu í dag frá skólanum að Leirárgörðum, þar kíktu þau í fjárhúsin, fengu að skoða lömbin og jafnvel halda á þeim og þiggja veitingar gestgjafanna.
Lesa meira
21.05.2017
Í vetur bauð Nemendaráð skólans foreldrum að kaupa skólapeysur með nafni barns og nafni skólans.Mikill áhugi var fyrir peysukaupunum og voru keyptar yfir 100 peysur.Það voru ánægð og þakklát börn sem tóku við peysunum sínum fyrir stuttu.
Lesa meira
16.05.2017
Nemendur okkar í 9.og 10.bekk eru nú í náms- og skemmtiferð í Bretlandi, hópurinn fór af landi brott aðfaranótt mánudags og er væntanlegur aftur til landsins á föstudagskvöldið.
Lesa meira
16.05.2017
Hópurinn okkar sem staddur er í Bretlandi sendi okkur þessa mynd sem tekin var í skóginum í dag.Dagurinn var frábær, krakkarnir byggðu skýli, kveiktu eld og elduðu hádegismatinn.
Lesa meira
03.05.2017
Þessa dagana standa yfir skemmtilegar breytingar á skólastarfinu hjá okkur.Nemendur í 10.bekk eru í starfskynningum og eru því fjarri góðu gamni.Elstu börnin í Skýjaborg eru í vorkskólanum og aðrir árgangar eru að æfa sig fyrir næsta vetur og hafa færst upp um einn bekk.
Lesa meira
28.04.2017
Skóladagatal fyrir næsta skólaár hefur nú verið samþykkt í fræðslu- og skólanefnd.Heimasíðan okkar hefur því miður verið biluð undanfarnar vikur og við náum ekki að uppfæra efni á henni.
Lesa meira
28.04.2017
Miðvikudaginn 25.apríl s.l.gerðum við degi umhverfisins góð skil í alls kyns verkefnum.Dagurinn hófst á umhverfisráðstefnu þar sem Umhverfisnefnd skólans kynnti nýjar flokkunartunnur, skilti um bann við lausagöngu bifreiða við skólann og hvaða verðmæti felast óskilamunum.
Lesa meira
08.04.2017
Við erum mjög stolt af nemendum skólans sem stóðu sig með stakri prýði á skemmtilegri Árshátíð s.l.fimmtudag.Mjög góð mæting var á Árshátíðina og virtust gestir skemmta sér vel.
Lesa meira
03.04.2017
Heimasíðan okkar er nú loksins komin í lag eftir töluvert langa bilun.Þá skellum við inn skemmtilegrir frétt af 7.bekk.Miðvikudaginn 15.mars s.l.fór undankeppni fyrir lokahátíð upplestrarkeppni Vesturlandsskólanna fram hér í Heiðarskóla.
Lesa meira