Fréttir af Heiðarskóla

Öskudagur í Heiðarskóla

Það var mikið um að vera í Heiðarskóla í gær.Börnin mættu í búningum og furðufötum, gengu um skólann og sungu fyrir nammi.Yngsta stigið fór á öskudagsball þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni.
Lesa meira

Allt á kafi í snjó

Það var gaman að mæta í skólann í morgun og sjá allt á kafi í snjó.Snjórinn var þó aðeins að stríða okkur í skólaakstrinum.Víða var þungfært og erfitt fyrir skólabílana að komast leiðar sinnar.
Lesa meira

Umhverfismennt - símaverkefni

Símaverkefnið okkar hefur gengið vel eins og sjá má á mynd sem fylgir fréttinni.Þó nokkuð margir símar hafa safnast sem annars hefðu legið heima engum til gagns.Í gömlum símum eru verðmæt efni sem má endurvinna og nýta í framleiðslu á nýjum símum.
Lesa meira

Vetrarfrí 20. og 21. febrúar

Minnum á að mánudaginn 20.febrúar og þriðjudaginn 21.febrúar er vetrarfrí í Heiðarskóla.Vonum að börn og starfsfólk eigi gott og notalegt vetrarfrí og mæti úthvíld og endurnærð í skólann miðvikudaginn 22.
Lesa meira

Nemendur 7. bekkjar í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði

Þessa viku eru nemendur 7.bekkjar staddir í Reykjaskóla í Hrútafirði ásamt Einari kennara sínum.Þar munu þau fást við ýmiskonar leiki og störf ásamt krökkum úr Borgarnesi, Dölunum, Laugargerði, Klébergsskóla og Breiðholtsskóla.
Lesa meira

Bókablogg Heiðarskóla

Við í Heiðarskóla ætlum að fara að blogga um bækur og erum reyndar byrjuð þar sem einn nemandi í 10.bekk er búinn að setja inn fyrstu færsluna.Í sameiningu ætlum við að fjalla um bækur og bókmenntir frá ýmsum hliðum.
Lesa meira

Gæðastund við varðeld í morgunsárið

Í morgun var sannkölluð gæðastund við varðeld í Heiðarskóla.Brynja Dís, Kolbeinn og Unndís lásu fyrir okkur sögur.Við sungum saman lagið "Kvekjum eld" og yljuðum okkur á heitum súkkulaðidrykk.
Lesa meira

Fjör í tilraunatíma á yngsta stigi

Í dag voru nemendur á yngsta stigi að fræðast um þrýstiloft í tilraunatíma.Þeir notuðu samskonar afl og þrýstiloft myndar til að láta blöðru fljúga eftir streng í kennslustofunni.
Lesa meira

Skólstarfið í upphafi árs

Skólastarfið fer vel af stað á nýju ár.Eitthvað er um veikindi þessa dagana og töluvert margir nemendur í leyfi í upphafi árs.Í dag eru t.d.mættir 79 af 92 nemendum skólans.
Lesa meira

Ritari skólans lætur af störfum

Kolbrún Sigurðardóttir, ritari skólans, hætti störfum við skólannn frá og með áramótum.Við þökkum Kolbrúnu fyrir vel unnin störf til margra ára og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Lesa meira