Fréttir af Heiðarskóla

Skólastarf hefst á nýju ári samkvæmt stundaskrá í Heiðarskóla

Skólastarf hefst á morgun, fimmtudaginn 5.janúar, samkvæmt stundaskrá og þar með hefst hefðbundinn skólaakstur.Starfsfólk skólans nýtti daginn í dag í að undirbúa komu barnanna.
Lesa meira

Jólatrésferð í Álfholtsskóg

Í gær fóru nemendur okkar í 10.bekk í sína árlegu jólatrésferð í Álfholtsskóg.Bjarni Þóroddsson tók á móti hópnum og aðstoðaði krakkana við að velja jólatré fyrir Heiðarskóla.
Lesa meira

Frétt frá bókasafninu

Bókasafn Heiðarskóla miðar að því að þjónusta nemendur vel og stuðla að auknum lestraráhuga.Til þess þurfum við að vita hvaða bækur höfða til nemenda og hvar áhuginn liggur hverju sinni.
Lesa meira

Fullveldishátíð 2016

Fullveldishátíð Heiðarskóla var haldin í gær.Við erum þakklát fyrir þann fjölda sem mætti á sýninguna og sýndi þannig börnunum áhuga og virðingu.Allir gerðu sitt besta og það var mál manna að sýningin hefði tekist vel hjá krökkunum.
Lesa meira

Fullveldishátíð Heiðarskóla

Fimmtudaginn 1.desember Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15 Formaður nemendafélagsins flytur ávarp.Atriði frá Tónlistarskólanum á Akranesi Nemendur í 1.- 4.bekk ásámt elstu börnunum úr Skýjaborg flytja leikþátt um Línu Langsokk.
Lesa meira

Forvarnar- og menningarferð á Akranes - 3. bekkur

Í dag fóru börnin í 3.bekk ásamt kennara til Akraness og skoðuðu bæði slökkvistöðina og byggðasafnið.    Vel var tekið á móti hópnum á slökkvistöðinni.Slökkviliðsmenn fræddu börnin um brunavarnir á heimilinu og sýndu þeim hvernig reykkafari ber sig að.
Lesa meira

Samstarf í 1. og 10. bekk

Börnin í 1.bekk skrifuðu nemendum í 10.bekk bréf á Degi íslenskrar tungu og buðu þeim í heimsókn í heimastofuna sína.Í vikunni varð af heimsókninni, allir sögðu nafn sitt og umræður fóru fram um aldur og hvenær unglingar lærðu að lesa.
Lesa meira

Baldursbrá - ópera

Í gær fengum við góða gesti í heimsókn á vegum List fyrir alla.Þeir sýndu Stafhópi úr Skýjaborg og börnunum í 1.- 4.bekk óperuna Baldursbrá eftir þá Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson.
Lesa meira

Kvenfélagið Lilja færir Heiðarborg gjöf

Í gærkvöldi gaf Kvenfélagið Lilja Heiðarborg hjartastuðtæki ásamt veggskáp og blástursmaska.Þar sem mínútur skipta máli við endurlífgun þarf ekki að tíunda hverstu þakklát við erum fyrir þetta mikilvæga öryggistæki í íþróttamiðstöðina okkar í sveitinni.
Lesa meira

Jól í skókassa

Heiðarskóli tekur nú í annað sinn þátt í verkefninu "Jól í skókassa".Markmið verkefnisins er að fá börn og fullorðna til að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika.
Lesa meira