Fréttir af Heiðarskóla

Dagur umhverfisins í Heiðarskóla

Miðvikudaginn 25.apríl s.l.gerðum við degi umhverfisins góð skil í alls kyns verkefnum.Dagurinn hófst á umhverfisráðstefnu þar sem Umhverfisnefnd skólans kynnti nýjar flokkunartunnur, skilti um bann við lausagöngu bifreiða við skólann og hvaða verðmæti felast óskilamunum.
Lesa meira

Páskaleyfi og myndir frá Árshátíð

Við erum mjög stolt af nemendum skólans sem stóðu sig með stakri prýði á skemmtilegri Árshátíð s.l.fimmtudag.Mjög góð mæting var á Árshátíðina og virtust gestir skemmta sér vel.
Lesa meira

Stóra upplestrarhátíðin 2017

Heimasíðan okkar er nú loksins komin í lag eftir töluvert langa bilun.Þá skellum við inn skemmtilegrir frétt af 7.bekk.Miðvikudaginn 15.mars s.l.fór undankeppni fyrir lokahátíð upplestrarkeppni Vesturlandsskólanna fram hér í Heiðarskóla.
Lesa meira

Öskudagur í Heiðarskóla

Það var mikið um að vera í Heiðarskóla í gær.Börnin mættu í búningum og furðufötum, gengu um skólann og sungu fyrir nammi.Yngsta stigið fór á öskudagsball þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni.
Lesa meira

Allt á kafi í snjó

Það var gaman að mæta í skólann í morgun og sjá allt á kafi í snjó.Snjórinn var þó aðeins að stríða okkur í skólaakstrinum.Víða var þungfært og erfitt fyrir skólabílana að komast leiðar sinnar.
Lesa meira

Umhverfismennt - símaverkefni

Símaverkefnið okkar hefur gengið vel eins og sjá má á mynd sem fylgir fréttinni.Þó nokkuð margir símar hafa safnast sem annars hefðu legið heima engum til gagns.Í gömlum símum eru verðmæt efni sem má endurvinna og nýta í framleiðslu á nýjum símum.
Lesa meira

Vetrarfrí 20. og 21. febrúar

Minnum á að mánudaginn 20.febrúar og þriðjudaginn 21.febrúar er vetrarfrí í Heiðarskóla.Vonum að börn og starfsfólk eigi gott og notalegt vetrarfrí og mæti úthvíld og endurnærð í skólann miðvikudaginn 22.
Lesa meira

Nemendur 7. bekkjar í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði

Þessa viku eru nemendur 7.bekkjar staddir í Reykjaskóla í Hrútafirði ásamt Einari kennara sínum.Þar munu þau fást við ýmiskonar leiki og störf ásamt krökkum úr Borgarnesi, Dölunum, Laugargerði, Klébergsskóla og Breiðholtsskóla.
Lesa meira

Bókablogg Heiðarskóla

Við í Heiðarskóla ætlum að fara að blogga um bækur og erum reyndar byrjuð þar sem einn nemandi í 10.bekk er búinn að setja inn fyrstu færsluna.Í sameiningu ætlum við að fjalla um bækur og bókmenntir frá ýmsum hliðum.
Lesa meira

Gæðastund við varðeld í morgunsárið

Í morgun var sannkölluð gæðastund við varðeld í Heiðarskóla.Brynja Dís, Kolbeinn og Unndís lásu fyrir okkur sögur.Við sungum saman lagið "Kvekjum eld" og yljuðum okkur á heitum súkkulaðidrykk.
Lesa meira