26.11.2015
Örn Arnarson kennari við Heiðarskóla gerði nýlega könnun meðal útskrifaðra nemenda sinna (útskriftarhópar 2002-2015). Niðurstöður könnunarinnar eru komnar inn á heimasíðuna undir liðnum Skólastarfið - Kannanir.
Lesa meira
25.11.2015
Fullveldishátíð Heiðarskóla 2015
Þriðjudaginn 1.desember í Heiðarskóla
Sýningin hefst stundvíslega: klukkan 17:15
Formaður nemendaráðs flytur ávarp.Atriði frá Tónlistarskólanum á Akranesi.
Lesa meira
09.11.2015
Nú eru liðin 50 ár frá því að skólahald í Heiðarskóla (upphaflega Leirárskóla) hófst en fyrsti skóladagurinn var 9.nóvember árið 1965.Þann dag mættu í nýbyggðan skólann börn úr Leirár- og Melasveit og Hvalfjarðarströnd en daginn eftir komu svo börn úr Skilmannahreppi og Innri-Akraneshreppi.
Lesa meira
09.11.2015
Í dag eru nákvæmlega 50 ár frá því að skólinn tók til starfa en það var einmitt 9.nóvember árið 1965 sem fyrsti skólabíllinn renndi í hlað með fyrstu nemendur skólans.
Lesa meira
05.11.2015
Það var virkilega gaman á afmælistónleikum Tónlistarskólans á Akranesi sem haldnir voru í Heiðarskóla í gærmorgun.Tónleikarnir hófust á afmælissöng þar sem tónleikagestir risu úr sætum og sungu skólanum til heiðurs á þessum tímamótum en eins og flestir vita eru 60 ár síðan Tónlistarskólinn var stofnaður.
Lesa meira
30.10.2015
Gaman að segja frá því að Bókasafn Heiðarskóla er mikið nýtt í yndislestri og útlánum hefur fjölgað verulega undanfarin misseri.Í október var skemmtilegt verkefni í gangi hjá okkur á bókasafninu sem tengist bleiku slaufunni.
Lesa meira
30.10.2015
Takk kærlega fyrir komuna þið sem höfðuð tök á að koma í heimsókn til okkar í dag og skoða afrakstur vinnunnar í umhverfisþemanu um loftslagsbreytingar.Við hvetjum líka þá sem ekki komust í dag, en hafa áhuga á að kíkja í heimsókn, að gera það við fyrsta tækifæri.
Lesa meira
28.10.2015
Í þessari viku vinna allir nemendur skólans þemaverkefni og þemað er loftslagsbreytingar.Á yngsta stigi eru krakkarnir að skoða matarsóun.Matarsóun í heiminum er gríðarleg og áætlað er að 1/3 af þeim mat sem framleiddur er í heiminum sé hent.
Lesa meira
28.10.2015
Heiðarskóli og Tónlistarskólinn á Akranesi hafa í gegnum tíðina verið í samstarfi þar sem nemendum Heiðarskóla gefst tækifæri til að stunda tónlistarnám í Heiðarskóla á vegum Tónlistarskólans á Akranesi.
Lesa meira
23.10.2015
Skólanámskrá Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar var samþykkt í Fræðslu- og skólanefnd s.l.þriðjudag.Námskráin er að hluta til sameiginleg fyrir leik- og grunnskólann en síðan er hún aðgreind í Heiðarskóla og Skýjaborg.
Lesa meira