Fréttir af Heiðarskóla

Fullveldishátíð Heiðarskóla

Við erum stolt af börnunum sem stóðu sig með stakri prýði á Fullveldishátíð skólans í gær.Sigríður Elín, nemandi í 10.bekk og formaður Nemendafélags skólans, flutti ávarp og var jafnframt kynnir kvölsins.
Lesa meira

Fullveldishátíð Heiðarskóla frestað til fimmtudags

Vegna slæmrar veðurspár hefur Fullveldishátíð Heiðarskóla verið frestað um tvo daga.Fullveldishátíðin verður því fimmtudaginn 3.desember klukkan 17:15.Vekjum einnig athygli á því að enginn posi verður á svæðinu.
Lesa meira

Umhverfisnefnd Heiðarskóla 2015 - 2016

Í Heiðarskóla er starfandi Umhverfisnefnd sem sinnir verkefninu Skólar á grænni grein.Í  henni sitja fulltrúar úr öllum bekkjum.Árlega er skipt um fulltrúa.Þetta skólaárið eru eftirfarandi fulltrúar: Eyrún, Nikolai, Brynja Dís, Ísar, Bjartey, Erna, Júlíus, Gabríel, Císa, Sigríður Elín, Sigga V, Sigga Lára og Helena.
Lesa meira

Könnun á högum og viðhorfum útskrifaðra nemenda

Örn Arnarson kennari við Heiðarskóla gerði nýlega könnun meðal útskrifaðra nemenda sinna (útskriftarhópar 2002-2015). Niðurstöður könnunarinnar eru komnar inn á heimasíðuna undir liðnum Skólastarfið - Kannanir.
Lesa meira

Fullveldishátíð Heiðarskóla

Fullveldishátíð Heiðarskóla 2015 Þriðjudaginn 1.desember í Heiðarskóla Sýningin hefst stundvíslega: klukkan 17:15 Formaður nemendaráðs flytur ávarp.Atriði frá Tónlistarskólanum á Akranesi.
Lesa meira

Heiðarskóli í 50 ár

Nú eru liðin 50 ár frá því að skólahald í Heiðarskóla (upphaflega Leirárskóla) hófst en fyrsti skóladagurinn var 9.nóvember árið 1965.Þann dag mættu í nýbyggðan skólann börn úr Leirár- og Melasveit og Hvalfjarðarströnd en daginn eftir komu svo börn úr Skilmannahreppi og Innri-Akraneshreppi.
Lesa meira

Afmæli Heiðarskóla 9. nóvember

Í dag eru nákvæmlega 50 ár frá því að skólinn tók til starfa en það var einmitt 9.nóvember árið 1965 sem fyrsti skólabíllinn renndi í hlað með fyrstu nemendur skólans.
Lesa meira

Afmælistónleikar í Heiðarskóla

Það var virkilega gaman á afmælistónleikum Tónlistarskólans á Akranesi sem haldnir voru í Heiðarskóla í gærmorgun.Tónleikarnir hófust á afmælissöng þar sem tónleikagestir risu úr sætum og sungu skólanum til heiðurs á þessum tímamótum en eins og flestir vita eru 60 ár síðan Tónlistarskólinn var stofnaður.
Lesa meira

Bleika slaufan

Gaman að segja frá því að Bókasafn Heiðarskóla er mikið nýtt í yndislestri og útlánum hefur fjölgað verulega undanfarin misseri.Í október var skemmtilegt verkefni í gangi hjá okkur á bókasafninu sem tengist bleiku slaufunni.
Lesa meira

Sýning í dag

Takk kærlega fyrir komuna þið sem höfðuð tök á að koma í heimsókn til okkar í dag og skoða afrakstur vinnunnar í umhverfisþemanu um loftslagsbreytingar.Við hvetjum líka þá sem ekki komust í dag, en hafa áhuga á að kíkja í heimsókn, að gera það við fyrsta tækifæri.
Lesa meira