Fréttir af Heiðarskóla

Stærðfræðikeppni FVA 2015

Stærðfræðikeppni FVA var haldin föstudaginn 13.mars sl.þar sem nemendur í efstu bekkjum grunnskóla Vesturlands tóku þátt. Logi Örn Axel Ingvarsson í 10.bekk keppti fyrir hönd Heiðarskóla og hafnaði  í  2.
Lesa meira

Dagur umhverfisins

Umhverfisráðstefna Heiðarskóla var haldin í morgun.Við fengum góða gesti sem fluttu stutt erindi um mál sem tengjast umhverfismennt.Umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar sagði frá fjölnota pokum sem sveitarfélagið er að vinna í fyrir íbúana, Gísli Gíslason kom og kynnti rafbíla og Ólafur frá Íslenska gámafélaginu kynnti verðmætin í sorpinu.
Lesa meira

Sameiginlegur umhverfisfundur

Umhverfisnefnd Heiðarskóla og Umhverfisnefnd Skýjaborgar héldu sameiginlegan umhverfisfund s.l.miðvikudag.Börnin byrjuðu á að ræða umhverfismálin og fóru síðan út með spjaldtölvur og tóku myndir af fyrstu ummerkjum vorsins.
Lesa meira

Matur að vali nemenda

Í Heiðarskóla er boðið upp á hollan og góðan heimilismat.Sú skemmtilega hefð hefur skapast í skólanum að hver bekkur fær að velja hvað er í hádegismatinn einu sinni á skólaárinu.
Lesa meira

Skólasamstarfið

Í dag kom elsti árgangur Skýjaborgar í síðustu skólaheimsóknina í Heiðarskóla.Börnin fóru í íþróttir, á umhverfisfund með umhverfisnefnd Heiðarskóla og á bókasafnið.
Lesa meira

Skólastarf hefst aftur eftir páskafrí

Vonum að allir hafi notið sín í páskafríinu og mæti hressir og kátir í skólann á morgun en þá hefst skólastarfið aftur samkvæmt stundaskrá.Minnum líka á að keyrt verður heim klukkan 12:00 á miðvikudaginn vegna námskeiðs hjá starfsfólki skólans.
Lesa meira

Árshátíð Heiðarskóla 2015

Fjölmennt var á Árshátíð Heiðarskóla í gær.Tónlistarskólanemendur fluttu nokkur atriði, sigurvegarinn úr Hæfileikakeppni skólans, hún Hrefna Rún í 2.bekk söng vinningsatriðið sitt og línuhappdrætti og veisluhlaðborð voru á sínum stað.
Lesa meira

Danssýning

Danskennslunni þetta skólaárið lauk s.l.fimmtudag með danssýningu.Þó nokkrir gestir sáu sér fært að koma og fylgjast með krökkunum sem stóðu sig mjög vel.Inn á myndasafnið eru komnar myndir frá sýningunni.
Lesa meira

Viðurkenning fyrir þátttöku í Stóru upplestrarhátíðinni

Í dag fengu nemendur okkar í 7.bekk viðurkenningarskjal  fyrir þátttöku í Stóru upplestrarhátíðinni en krakkarnir hafa æft í vetur vandaðan upplestur.Skemmst er frá því að segja að allir gerðu sitt besta og tóku miklum framförum.
Lesa meira

Árshátíð Heiðarskóla

Árshátíð Heiðarskóla 2015 verður haldin fimmtudaginn 26.mars í sal Heiðarskóla.Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15.Dagskráin er fjölbreytt að vanda.Sýningin "Með sumt á hreinu" verður sýnd, nemendur í tónlistarnámi koma fram, sjoppan verður opin, formaður nemendafélagsins flytur ávarp, fjölskyldur nemenda í 7.
Lesa meira