Fréttir af Heiðarskóla

Varðeldur í morgunsárið

Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla áttu saman dásamlega sögustund við varðeld í morgunsárið.Oddur Örn í 6.bekk las frumsamda sögu um Skugga, Jóhanna í 8.bekk las söguna um Einfætta dátann, sagan var samin í átthagaþemanu sem haldið var í haust og er eftir þær Jóhönnu, Jórunni og Brimrúnu í 8.
Lesa meira

Matarleifar

Sú hefð hefur skapast í Heiðarskóla að vigta af og til matarleifar í hádegismatnum.Þá vigtum við það sem hver og einn bekkur leifir.Í desember var vigtunarvika og krakkarnir stóðu sig aldeilis vel.
Lesa meira

Endurskinskarlar

Nemendur í 1.bekk kláruðu endurskinskarlana sína í textílmennt í dag.Það voru stoltir krakkar sem hengdu endurskinskarlana á skólatöskurnar sínar.Annars fer skólastarfið vel af stað á nýju ári og ekki annað að sjá en börnin séu ánægð og glöð, njóti þess að hitta skólafélagana og tilbúin að gera sitt besta í náminu.
Lesa meira

Litlu jólin í Heiðarskóla

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Heiðarskóla í dag.Húsbandið skipað þeim Ödda, Loga, Hjálmi, Siggu V, Hrönn, Jónellu, Einari og Alexöndru spilaði og söng hin ýmsu jólalög á jólaballinu.
Lesa meira

Litlu jólin í Heiðarskóla

Litlu jólin verða haldin í Heiðarskóla á morgun föstudag.Dagurinn er styttri í báða enda, börnin mæta klukkan 11:00 í skólann og heimkeyrsla verður klukkan 14:00.Á litlu jólunum er dansað í kringum jólatré, hljómsveit hússins sér um tónlistina, jólasveinar koma í heimsókn, haldin eru stofujól og endað er á sameiginlegri hátíðarmáltíð.
Lesa meira

Myndir frá jólatónleikum í Heiðarskóla 14. desember

Í gær sunnudag voru haldnir jólatónleikar í Heiðarskóla með Svavari Knúti og sönghópi Heiðarskóla, Spangólandi Úlfum.  Þessar myndir voru teknar á tónleikunum sem tókust ljómandi vel og sáu nemendur í 9.
Lesa meira

Jólaferð í Álfholtsskóg

Nemendur í 10.bekk fóru í dag í sína árlegu jólaferð í Álfholtsskóg.Tilgangurinn var að velja og saga jólatré fyrir Heiðarskóla sem síðan verður skreytt hér og notað á litlu jólunum þann 19.
Lesa meira

Jólatónleikar í Heiðarskóla 14. desember 2014

Jólatónleikar í Heiðarskóla  14.desember kl.17:00  Svavar Knútur og Sönghópur Heiðarskóla  "Spangólandi Úlfar" syngja jólalög  Verð kr.1500  Frítt fyrir börn  Nemendur 9.
Lesa meira

Fullveldishátíð Heiðarskóla

Tónlist og leikgleði einkenndu Fullveldishátíð Heiðarskóla sem haldin var í gær. Börnin stóðu sig einstaklega vel og greinilega fullt af hæfileikaríku fólki hér í skólanum.
Lesa meira

Fullveldishátíð Heiðarskóla

Fullveldishátíð Heiðarskóla2014 verður haldin mánudaginn 1.desember í sal Heiðarskóla Sýningin hefst klukkan 17:15 Formaður nemendafélagsins flytur ávarp.Atriði frá sönghópnum  Spangólandi úlfar og frá nemendum í tónlistarforskólanum.
Lesa meira