22.05.2015
Veðrið lék við okkur á survivordaginn sem haldinn var í Álfholtsskógi í dag.Krakkarnir tóku þátt í ratleik og söfnuðu sér meðlæti á hamborgara með því að leysa þrautir.
Lesa meira
21.05.2015
Síðasti vorskóladagurinn var í gær.Börnin stóðu sig mjög vel enda orðin nokkuð skólavön eftir skólasamstarfið í vetur.Börnin ferðuðust til og frá skóla með skólabílunum og gekk það ljómandi vel.
Lesa meira
20.05.2015
Þar sem veðurspáin er okkur ekki hagstæð fyrir morgundaginn höfum við fært survivordaginn til föstudags.Heimkeyrsla verður því hefðbundin á morgun en við keyrum heim klukkan 13:20 á föstudaginn.
Lesa meira
13.05.2015
Við fengum góða gesti í heimsókn í dag.Skólahljómsveit Tónlistarskólans á Akranesi kom og spilaði fyrir okkur nokkur lög og kynnti í framhaldinu ýmis hljóðfæri.Virkilega skemmtilegt og nemendur Heiðarskóla hlustuðu af athygli og einhverjir fengu að prófa hljóðfærin í lok kynningar.
Lesa meira
13.05.2015
Í dag er fyrsti vorskóladagurinn af þremur hjá börnum sem fædd eru árið 2009.Þessi börn verða í fyrsta bekk á næsta skólaári.Börnin koma aftur í vorskólann mánudaginn 18.
Lesa meira
13.05.2015
Ferðin er búin að ganga vel fram að þessu hjá 9.og 10.bekk í Danaveldi.Veðrið var fínt á sunnudag og mánudag en hópurinn fékk smá rigningu í gær.Á mánudaginn var farið á fjórar sýningar í tveimur söfnum, Ripleys - believe it or not, H.
Lesa meira
11.05.2015
Þessa vikuna eru nemendur okkar í 9.- 10.bekk í námsferðalagi í Danmörku.Hópurinn fór af landi brott aðfaranótt sunnudagsins og átti fínan dag í Kaupmannahöfn í gær.
Lesa meira
24.04.2015
Stærðfræðikeppni FVA var haldin föstudaginn 13.mars sl.þar sem nemendur í efstu bekkjum grunnskóla Vesturlands tóku þátt. Logi Örn Axel Ingvarsson í 10.bekk keppti fyrir hönd Heiðarskóla og hafnaði í 2.
Lesa meira
22.04.2015
Umhverfisráðstefna Heiðarskóla var haldin í morgun.Við fengum góða gesti sem fluttu stutt erindi um mál sem tengjast umhverfismennt.Umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar sagði frá fjölnota pokum sem sveitarfélagið er að vinna í fyrir íbúana, Gísli Gíslason kom og kynnti rafbíla og Ólafur frá Íslenska gámafélaginu kynnti verðmætin í sorpinu.
Lesa meira
17.04.2015
Umhverfisnefnd Heiðarskóla og Umhverfisnefnd Skýjaborgar héldu sameiginlegan umhverfisfund s.l.miðvikudag.Börnin byrjuðu á að ræða umhverfismálin og fóru síðan út með spjaldtölvur og tóku myndir af fyrstu ummerkjum vorsins.
Lesa meira