Fréttir af Heiðarskóla

Skólasamstarfið

Í dag kom elsti árgangur Skýjaborgar í síðustu skólaheimsóknina í Heiðarskóla.Börnin fóru í íþróttir, á umhverfisfund með umhverfisnefnd Heiðarskóla og á bókasafnið.
Lesa meira

Skólastarf hefst aftur eftir páskafrí

Vonum að allir hafi notið sín í páskafríinu og mæti hressir og kátir í skólann á morgun en þá hefst skólastarfið aftur samkvæmt stundaskrá.Minnum líka á að keyrt verður heim klukkan 12:00 á miðvikudaginn vegna námskeiðs hjá starfsfólki skólans.
Lesa meira

Árshátíð Heiðarskóla 2015

Fjölmennt var á Árshátíð Heiðarskóla í gær.Tónlistarskólanemendur fluttu nokkur atriði, sigurvegarinn úr Hæfileikakeppni skólans, hún Hrefna Rún í 2.bekk söng vinningsatriðið sitt og línuhappdrætti og veisluhlaðborð voru á sínum stað.
Lesa meira

Danssýning

Danskennslunni þetta skólaárið lauk s.l.fimmtudag með danssýningu.Þó nokkrir gestir sáu sér fært að koma og fylgjast með krökkunum sem stóðu sig mjög vel.Inn á myndasafnið eru komnar myndir frá sýningunni.
Lesa meira

Viðurkenning fyrir þátttöku í Stóru upplestrarhátíðinni

Í dag fengu nemendur okkar í 7.bekk viðurkenningarskjal  fyrir þátttöku í Stóru upplestrarhátíðinni en krakkarnir hafa æft í vetur vandaðan upplestur.Skemmst er frá því að segja að allir gerðu sitt besta og tóku miklum framförum.
Lesa meira

Árshátíð Heiðarskóla

Árshátíð Heiðarskóla 2015 verður haldin fimmtudaginn 26.mars í sal Heiðarskóla.Sýningin hefst stundvíslega klukkan 17:15.Dagskráin er fjölbreytt að vanda.Sýningin "Með sumt á hreinu" verður sýnd, nemendur í tónlistarnámi koma fram, sjoppan verður opin, formaður nemendafélagsins flytur ávarp, fjölskyldur nemenda í 7.
Lesa meira

Heimferð flýtt í dag

Vegna slæmrar veðurspár verður heimferð flýtt í dag,  föstudag. Brottför verður frá Heiðarskóla kl.12:15.
Lesa meira

Upplestrarhátíð í Heiðarskóla

Í gær, fimmtudaginn 12.mars, var upplestrarhátíð skólans.Þá lásu nemendur 7.bekkjar fyrir áheyrendur og dómnefnd.Skemmst er frá því að segja að nemendur stóðu sig með stakri prýði, sannkölluð gæðastund, allir að sýna framfarir og gera sitt besta í vönduðum upplestri.
Lesa meira

Heimferð flýtt í dag

Vegna slæmrar veðurspár verður heimferð flýtt í dag. Brottför verður frá Heiðarskóla kl.11:30, strax eftir léttan hádegisverð.
Lesa meira

Skólahreysti- og skautaferð til Reykjavíkur 4. - 10. bekkur

í gær fór 4.- 10.bekkur til Reykjavíkur til þess að fylgjast með liði skólans keppa í Skólahreysti.Við byrjuðum á því að fara á skauta í Laugardagshöllinni þar sem krakkarnir sýndu listir sínar og skemmtu sér allir konunglega.
Lesa meira