Fréttir af Heiðarskóla

Starfsdagar í Heiðarskóla 9. og 10. febrúar

Samkvæmt skóladagatali Heiðarskóla verða starfsdagar mánudaginn 9.febrúar og þriðjudaginn 10.febrúar.  Skólahald fellur því niður þessa daga. Nemendur mæta aftur í skólann miðvikudaginn 11.
Lesa meira

Þorrablót Heiðarskóla

Það var líf og fjör á Þorrablóti Heiðarskóla sem haldið var í gær.Hvert stig kom með eitt skemmtiatriði og síðan voru sungin nokkur lög.Að lokum var snæddur ljúffengur þorramatur.
Lesa meira

Lífshlaupið

Heiðarskóli tekur að vanda þátt í lífshlaupinu en fyrsti dagur í átakinu er einmitt í dag. Markmið Lífshlaupsins er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig og huga að sinni daglegu hreyfingu í frítíma, heimilisstörfum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.
Lesa meira

Þemavinna í 1. - 3. bekk

Þessa vikuna eru nemendur okkar í 1.– 3.bekk í uppbyggingarþema sem gjarnan er nefnt uppeldi til ábyrgðar.Áherslan í þemanu er á þarfakynningu og hlutverk barnanna og starfsmanna í skólanum.
Lesa meira

Bóndadagurinn í Heiðarskóla

Stelpurnar í 6.bekk komu bekkjarbræðrum sínum hressilega á óvart í fyrsta tíma í morgun með kökuhlaðborði og skreytingum.Tilefnið var að sjálfsögðu bóndadagurinn.
Lesa meira

7. bekkur í skólabúðum á Reykjum

Þessa vikuna dvelja nemendur okkar í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði ásamt öðrum nemendum af Vesturlandi.Í gær fóru krakkarnir í sund, íþróttir, undraheim auranna, náttúrufræði þar sem fjaran var skoðuð og einhverjir fóru á byggðasafnið.
Lesa meira

Varðeldur í morgunsárið

Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla áttu saman dásamlega sögustund við varðeld í morgunsárið.Oddur Örn í 6.bekk las frumsamda sögu um Skugga, Jóhanna í 8.bekk las söguna um Einfætta dátann, sagan var samin í átthagaþemanu sem haldið var í haust og er eftir þær Jóhönnu, Jórunni og Brimrúnu í 8.
Lesa meira

Matarleifar

Sú hefð hefur skapast í Heiðarskóla að vigta af og til matarleifar í hádegismatnum.Þá vigtum við það sem hver og einn bekkur leifir.Í desember var vigtunarvika og krakkarnir stóðu sig aldeilis vel.
Lesa meira

Endurskinskarlar

Nemendur í 1.bekk kláruðu endurskinskarlana sína í textílmennt í dag.Það voru stoltir krakkar sem hengdu endurskinskarlana á skólatöskurnar sínar.Annars fer skólastarfið vel af stað á nýju ári og ekki annað að sjá en börnin séu ánægð og glöð, njóti þess að hitta skólafélagana og tilbúin að gera sitt besta í náminu.
Lesa meira

Litlu jólin í Heiðarskóla

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Heiðarskóla í dag.Húsbandið skipað þeim Ödda, Loga, Hjálmi, Siggu V, Hrönn, Jónellu, Einari og Alexöndru spilaði og söng hin ýmsu jólalög á jólaballinu.
Lesa meira