Fréttir af Heiðarskóla

Skólaslit Heiðarskóla 2014

Skólaslit Heiðarskóla verða haldin við hátíðlega athöfn á morgun klukkan 16:00 í sal skólans. Skólastjórinn, Jón Rúnar Hilmarsson, flytur ræðu, veittar verða viðurkenningar, tónlistaratriði og nemendur 10.
Lesa meira

Íþróttadagur Heiðarskóla

Í dag, síðasta kennsludag skólaársins, var Íþróttadagur Heiðarskóla.Nemendur nutu sín í blíðskaparveðri við alls kyns íþróttaiðkun.Dagurinn endaði á töltkeppni en af þeirri hefð skólans erum við sérlega stolt.
Lesa meira

Skólaferðalag unglingadeildar

Heyrðum aðeins í ferðalöngunum norður í landi, allt hefur gengið eins og í sögu og allir glaðir.Á leiðinni norður í gær, stoppaði hópurinn á Blönduósi og fór í sund.
Lesa meira

Fjölbreytt skólastarf

Undanfarið hefur verið mikið að gera í Heiðarskóla.S.l.miðvikudag var gróðursetningardagur, nemendur settu niður kartöflur og gróðursettu tré.Á föstudaginn var velheppnaður "survivordagur" í Fannahlíð.
Lesa meira

Sveitaferð - Leirárgarðar

Börnin í 1.-3.bekk fóru í skemmtilega sveitaferð í dag.Þau fóru gangandi því að frá Heiðarskóla er nú ekki langt í sveitasæluna.Andrea á Leirárgörðum tók vel á móti börnunum og sýndi þeim mjólkurróbóta og risastóran bursta fyrir kýrnar.
Lesa meira

Hjóladagur Heiðarskóla

Mánudaginn 26.maí verður hjóladagur í Heiðarskóla, nemendum í 1.- 7.bekk er frjálst að koma með hjól, línuskauta, hlaupahjól eða hjólabretti í skólann.Lögreglan kemur í heimsókn og verður með umferðarfræðslu, hjólabraut og hjólaskoðun.
Lesa meira

Veðurblíðan í gær

Veðrið lék við okkur í gær eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira

Vorskólaheimsókn

Í dag var önnur heimsókn vorskólabarna í Heiðarskóla.Dagurinn gekk mjög vel.Börnin héldu áfram að vinna með skólaverkefni með Berglindi, þau hittu Björk í heimilisfræði og gerðu með henni gómsætan jarðarberjadrykk.
Lesa meira

Góðar gjafir frá Kiwanis

Fulltrúar frá Kiwanisklúbbnum Þyrli á Akranesi komu færandi hendi í Heiðarskóla í dag.Þeir afhentu börnunum í 1.bekk reiðhjólahjálma, bolta og buff.Útskýrt var fyrir börnunum hversu vel hjálmurinn verndar höfuðið og hvernig á að stilla hann þannig að hann virki sem best.
Lesa meira

Líf með gjöf

Slysavarnadeildin Líf á Akranesi ásamt Sjóvá gaf útskriftarnemum í 10. bekk reykskynjara í dag.Þar sem veðurblíðan var með eindæmum góð fór afhendingin fram úti.Við færum Líf og Sjóvá bestu þakkir fyrir.
Lesa meira