Fréttir af Heiðarskóla

Haustferð miðstigs á Akrafjall

Nemendur miðstigsins fóru í gönguferð upp í Akrafjall.Gengið var upp frá vatnsveitu Akurnesinga og upp eftir Berjadalsánni.Ætlunin var að fara upp á Háahnúk en vegna vindáttar var farið í hina áttina og alveg upp að Guðfinnuþúfu sem er í tæplega 400 metra hæð.
Lesa meira

Haustferð yngsta stigs

Miðvikudaginn 26.ágúst fór allt yngsta stigið í haustferðina sína.Haldið var að Þórisstöðum þar sem Alla tók vel á móti hópnum.Margt var í boði, margir fóru í fótboltagolf og svo fundu börnin prýðis berjaland þar sem sumir náðu að fylla ílátin sín af gómsætum berjum.
Lesa meira

Hjólaferð unglingadeildar

Í gær fóru nemendur okkar í 8.- 10.bekk í hjólaferð.Hjólað var frá Heiðarskóla í Skátaskálann í Skorradal.Hópurinn gisti í skálanum í nótt.Hjólaferðin gekk vonum framar og voru allir sáttir og sælir, bæði nemendur og kennarar.
Lesa meira

Yndislestur í 2. - 4. bekk

Eins og fram kom í ræðu skólastjóra á skólasetningu verður unnið að gerð læsistefnu fyrir Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar í vetur.Mikil áhersla er á lestur og læsi í sínum víðasta skilningi í Heiðarskóla enda einn af grunnþáttum aðalnámskrár.
Lesa meira

Skólaakstur 2015 - 2016

Skólaakstur hefst mánudaginn 24.ágúst og eru akstursleiðir eftirfarandi: - Hvalfjarðarströnd: Bílstjóri Sverrir s.8652003.Bíllinn leggur af stað frá Hrafnabjörgum klukkan 7:40.
Lesa meira

Skólasetning

Eins og áður hefur komið fram verður Heiðarskóli settur á morgun, föstudag, klukkan 16:00.Eftir stutta samveru í sal skólans fara nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur námshópanna.
Lesa meira

Skólabyrjun, innkaupalistar og skóladagatal

Þessa dagana er undirbúningur skólastarfsins í fullum gangi og starfsfólkið smátt og smátt að mæta til starfa eftir sumarleyfi.Skólasetning verður föstudaginn 21.ágúst klukkan 16:00.
Lesa meira

Gleðilegt sumar - skólasetning 2015

Heiðarskóli verður settur föstudaginn 21.ágúst klukkan 16:00 í sal skólans.Næsta skólaár er 50.starfsár skólans og því stórafmæli framundan.Lítil starfsemi verður í skólahúsnæðinu frá og með 15.
Lesa meira

Ingibjörg Melkorka

Í dag er borin til grafar fyrrverandi nemandi okkar og vinkona Ingibjörg Melkorka sem átti allt lífið framundan en var tekin frá okkur allt of snemma.Eftir sitjum við í sorg og eftirsjá en um leið þakklát yfir því að hafa kynnst henni og fengið að njóta samvista við hana í fjögur ár.
Lesa meira

Óskilamunir

Nú stendur yfir tiltekt í skólanum og enn er eitthvað eftir af óskilamunum.Fólki gefst færi á að nálgast þá í þessari viku, líka hægt að hafa samband við okkur símleiðis.
Lesa meira