Fréttir af Heiðarskóla

Púðar í 5. - 10. bekk

Við námið sitja nemendur á vönduðum, sérhönnuðum skólastólum en sitt sýnist hverjum.Margir hafa kvartað yfir óþægindum við að sitja lengi á þessum stólum.Í dag var vonandi fundin lausn á þessu máli þegar nemendur fengu púða til að hafa í stólunum.
Lesa meira

Útivera á miðstigi

Börnin á miðstigi hafa í vetur fengið að njóta þess að hefja skóladaginn á útivist og hreyfingu.Ýmsar rannsóknir benda til þess að betri árangur náist í námi með aukinni hreyfingu.
Lesa meira

Líf og fjör í Heiðarskóla á öskudaginn

Það var líf og fjör í Heiðarskóla í gær þegar alls kyns kynjaverur mættu í skólann og gerðu sér glaðan dag.Krakkarnir fóru á söngstöðvar og fengu nammi eða mandarínur.
Lesa meira

Þorrablót Heiðarskóla 2016

Það var líf og fjör á Þorrablóti Heiðarskóla sem haldið var í dag.Hvert stig sá um skemmtiatriði og sungin voru nokkur lög.Að lokum var snæddur ljúffengur þorramatur.
Lesa meira

7. bekkur í skólabúðum á Reykjum

Þessa vikuna dvelja nemendur okkar í 7.bekk í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði ásamt jafnöldrum sínum víðsvegar að á landinu.Mikil spenna og tilhlökkun var fyrir ferðinni og eftir því sem okkur skilst hefur engin orði fyrir vonbrigðum.
Lesa meira

Sögustund við varðeld í morgunsárið

Það er orðinn fastur liður í skólastarfinu að vera með sögustund við varðeld í janúar í vetrarmyrkrinu.Snemma í morgun kveiktum við varðeld í útinámsskeifunni okkar sem staðsett er við gamla fótboltavöllinn.
Lesa meira

Heimilisfræði - Master Chef keppni í unglingadeild

Í dag héldum við Master Chef keppni í heimilisfræðivali í unglingadeild.Þemað var fiskur og máttu nemendur velja sér 5-6 hráefni til að vinna með auk fisks, olíu/smjörs og meðlætis.
Lesa meira

Grænfánaverkefni

Síðast liðinn föstudag var samverustund í matsalnum þar sem allir nemendur skólans unnu grænfánaverkefni.Pælingin var að semja hvatningarorð og/eða teikna mynd sem hvetur fólk til að draga úr plastpokanotkun og nýta fjölnota poka í innkaupum.
Lesa meira

Jólaskreytingar

Í Heiðarskóla er hefð fyrir því að skreyta í kringum sig í desember.Nemendur og starfsmenn gera „póstkassa“ og  senda hver öðrum jólakort.Bekkirnir gera líka sína hurðarskreytingu.
Lesa meira

Litlu jólin í Heiðarskóla

Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Heiðarskóla í dag með jólaballi, jólasveinum, stofujólum og hátíðarmat.Á boðstólnum var hangikjöt með tilheyrandi meðlæti og jólaöli.
Lesa meira