Fréttir af Heiðarskóla

Skólasetning 2017

Heiðarskóli verður settur mánudaginn 21.ágúst kl.16:00.Stutt sameiginleg athöfn í sal skólans eða jafnvel utandyra ef veður leyfir.Eftir athöfn fara nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur og fá afhentar stundatöflur.
Lesa meira

Kennara vantar til starfa á næsta skólári

Vegna forfalla vantar okkur kennara til starfa skólaárið 2017 - 2018.Um tímabundna ráðningu er að ræða í 100 % starf í teymiskennslu á unglingastigi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga.
Lesa meira

Sumarlokun Heiðarskóla

Nú fer að líða að sumarlokun Heiðarskóla og síðustu starfsmenn að detta í sumarfrí.Skólinn verður lokaður frá 23.júní til og með 8.ágúst.Starfsfólk skólans þakkar fyrir ánægjulegt samstarf á nýliðnu skólaári.
Lesa meira

Heiðarskóli hlýtur grænfánann í fimmta sinn

Heiðarskóli sótti um grænfánn í fimmta sinn í lok apríl.Á skólaslitum þann 31.maí kom svo í ljós að Heiðarskóli hlaut grænfánann í fimmta sinn.Fulltrúi Landverndar, Caitlin Wilson, afhenti umhverfisnefnd skólans grænfánaskilti og viðurkenningarskjal.
Lesa meira

Skólaslit Heiðarskóla 2017

Skólaslit Heiðarskóla voru haldin með pompi og prakt þann 31.maí.Hápunktur dagsins var að sjálfsögðu útskrift 10.bekkinga.Að þessu sinni útskrifuðust 13 nemendur; Benjamín Mehic, Berglind Ýr Bjarkadóttir, Brimrún Eir Óðinsdóttir, Brynhildur Ósk Indriðadóttir, Eyþór Haraldsson, Hrönn Eyjólfsdóttir, Jóhanna Ingisól Sævarsdóttir, Jórunn Narcisa Gutierrez, Kristel Ýr Guðmundsdóttir, Markús Hrafn Hafsteinsson, Paulina Jolanta Latka, Stefán Ýmir Bjarnason og Valentínus Hauksson.
Lesa meira

Skólaslit Heiðarskóla 2017

Á morgun, miðvikudaginn 31.maí, eru skólaslit Heiðarskóla.Hátíðarathöfn hefst klukkan 16:00 þar sem við m.a.útskrifum nemendur okkar í 10.bekk.Eftir athöfn fara aðrir nemendur skólans með kennurum sínum í heimastofur og fá afhentan vitnisburð vetrarins.
Lesa meira

Íþróttadagur 2017

Í gær var haldinn íþróttadagur í Heiðarskóla.Nemendur kepptu í alls kyns íþróttagreinum.Veðrið var frekar leiðinlegt en dagurinn gekk samt mjög vel, nemendur jákvæðir og lögðu sig fram.
Lesa meira

Góðir gestir frá Klébergsskóla

Við fengum góða gesti í heimsókn í gær, yngsta stig Klébergsskóla á Kjalarnesi heimsótti yngsta stig Heiðarskóla.Krakkarnir voru duglegir að leika og margir nýttu tækifærið til að kynnast nýjum krökkum.
Lesa meira

Survivor 2017

Í dag fór skólastarfið fram í Álfholtsskógi á svokölluðum survivordegi.Nemendum skólans var skipt í 8 aldursblandaða hópa.Hver hópur valdi sér nafn; Lóan, Sveppirnir 17, Álfurinn Jónas, Maríubjöllur, Hrafnarnir og Sniglarnir.
Lesa meira

Heimboð að Leirárgörðum

Nemendum okkar í 3.og 4.bekk var á dögunum boðið að koma í heimsókn að Leirárgörðum.Börnin hjóluðu í dag frá skólanum að Leirárgörðum, þar kíktu þau í fjárhúsin, fengu að skoða lömbin og jafnvel halda á þeim og þiggja veitingar gestgjafanna.
Lesa meira